
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið.
Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og fjórar skrifstofur sem starfa þvert á sviðin, skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs- og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum eða skrifstofum.
Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best.
Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.

Starfsmaður í íþróttamannvirkjum
Íþróttamannvirkin við Digranes og í Furugrund auglýsa laust til umsóknar 100% starf.
Í starfinu felst m.a. þjónusta og samskipti við iðkendur og notendur ásamt þrifum, öryggisgæslu og klefavörslu í kvennaklefa íþróttamannvirkjanna. Eingöngu konur koma til greina.
Starfið er vaktavinna þar sem unnið er kvöld, helgar og dagvaktir. Íþróttahúsin eru reyklaus vinnustaður.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Klefavarsla sem er fólgin í þrifum í bað- og búningsklefum auk öryggisgæslu á þeim stöðum.
- Afgreiðsla, símsvörun og upplýsingagjöf.
- Þrif á búningsklefum kvenna og öðrum rýmum íþróttahússins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsfólk íþróttamannvirkja verður að vera orðið 20 ára.
- Þar sem um klefavörslu í kvennaklefa er að ræða koma einungis konur til greina í starfið.
- Stundvísi, vinnusemi og samviskusemi.
- Góð samstarfshæfni og þjónustulund.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
- Enskukunnátta æskileg.
Fríðindi í starfi
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.
Auglýsing birt11. september 2025
Umsóknarfrestur30. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skálaheiði 3, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)

Laugarvörður - Kópavogslaug - Hlutastarf
Kópavogsbær

Spennandi starf á heimili fatlaðs fólks
Kópavogsbær

Verkefnastjóri í skipulagsmálum
Kópavogsbær

Almennur starfsmaður á Þjónustumiðstöð
Kópavogsbær

Stuðningsaðili á Velferðarsviði
Kópavogsbær

Miðjan auglýsir eftir starfsfólki í heimaþjónustu
Kópavogsbær
Sambærileg störf (12)

Störf í ræstingum á Akureyri / Cleaning jobs in Akureyri
Dagar hf.

Augastaður - sölufulltrúi í verslun
Augastaður

Þjónusta í apóteki - Mjódd
Apótekarinn

Vöruhúsastarfsmaður hjá Rubix og Verkfærasöluni
Rubix og Verkfærasalan

Við leitum að vaktstjóra í Olís Áfheima í tímabundið starf.
Olís ehf.

Starfsmaður í lyfjaskömmtun
Borgar Apótek

Fjölbreytt starf í verslun á Akureyri
AB varahlutir - Akureyri

Leikskólinn Klambrar - mötuneyti
Skólamatur

Laugarvörður - Kópavogslaug - Hlutastarf
Kópavogsbær

Innheimtu- og þjónustufulltrúi
Félagsstofnun stúdenta

Starfskraftur á bónstöð – Reykjavík
Alvörubón ehf.

Sölustarf í verslun - fullt starf
Cintamani