
Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta er sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð. FS var stofnuð með lögum nr. 33, 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Aðild að stofnuninni eiga allir skrásettir stúdentar við Háskóla Íslands, Háskólinn og menntamálaráðuneytið.
FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta. Gildi FS eru: Góð þjónusta – Virk samvinna – Jákvæð upplifun – Markviss árangur.
Í dag rekur FS: Bóksölu stúdenta, Leikskóla stúdenta, Stúdentagarða, Stúdentakjallarann, Hámu, Hámu Salatbar, Bókakaffi stúdenta og Kaupfélag stúdenta. Samanlagður starfsmannafjöldi er um 150.

Innheimtu- og þjónustufulltrúi
Stúdentagarðar Félagsstofnunar stúdenta leita að öflugum og þjónustuliprum einstaklingi í starf innheimtu- og þjónustufulltrúa. Starfið felur í sér ábyrgð á útgáfu allra reikninga vegna leigu og annarra gjalda, auk innheimtu þeirra. Innheimtu- og þjónustufulltrúi er lykilaðili í samskiptum við íbúa og vinnur náið með þjónustu- og samskiptastjóra við úrlausn mála.
Við leitum að einstaklingi sem sýnir frumkvæði, hefur góða skipulagshæfni og þjónustulund, og mætir íbúum með hlýlegu viðmóti og fagmennsku.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla erinda, bæði innheimtu- og almennra mála
- Upplýsingagjöf í gegnum síma, tölvupóst og á skrifstofu
- Innheimta útistandandi reikninga og samskipti við innheimtufyrirtæki
- Útgáfa reikninga og bókhaldsleg umsýsla vegna íbúa
- Uppfærsla ferla og verklags
- Greining þróunar í innheimtumálum í samstarfi við stjórnendur
- Endurgreiðsla trygginga og kreditnótna
- Umsýsla innborgana og tilkynningar til íbúa um greiðslur
- Möguleg seta og tengiliður við úrskurðarnefnd Stúdentagarða
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun er skilyrði
- Hlýlegt og jákvætt viðmót
- Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
- Almenn tölvukunnátta, þ.m.t. Microsoft Office
- Góð tök á íslensku og ensku er skilyrði
- Þekking á háskólasamfélaginu er kostur
- Reynsla af bókhaldskerfum er kostur
Auglýsing birt12. september 2025
Umsóknarfrestur29. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sæmundargata 4-10 4R, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AðlögunarhæfniSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinnaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Skrifstofustarf í útflutningsdeild
Smyril Line Ísland ehf.

Innheimtufulltrúi
1912 ehf.

Augastaður - sölufulltrúi í verslun
Augastaður

Þjónusta í apóteki - Mjódd
Apótekarinn

Vöruhúsastarfsmaður hjá Rubix og Verkfærasöluni
Rubix og Verkfærasalan

Brennur þú fyrir þjónustu?
Dekkjasalan

Við leitum að vaktstjóra í Olís Áfheima í tímabundið starf.
Olís ehf.

Starfsmaður í lyfjaskömmtun
Borgar Apótek

Fjölbreytt starf í verslun á Akureyri
AB varahlutir - Akureyri

Þjónustufulltrúi fyrirtækja
Síminn

Leikskólinn Klambrar - mötuneyti
Skólamatur

Laugarvörður - Kópavogslaug - Hlutastarf
Kópavogsbær