Smyril Line Ísland ehf.
Smyril Line Ísland ehf.
Smyril Line Ísland ehf.

Skrifstofustarf í útflutningsdeild

Smyril Line Cargo óskar eftir talnaglöggum og hörkuduglegum starfsmanni í fullt starf á starfsstöð sína í Reykjavík.

Starfið felur í sér dagleg verkefni í útflutningsdeild félagsins þar sem viðkomandi mun starfa í góðum hópi metnaðarfullra starfsmanna. Helstu verkefni eru farmskrárgerð, reikningagerð og almenn þjónusta við viðskiptavini.

Starfshlutfall: 100%.
Vinnutími: 8:30 til 16:30 virka daga og lengur eftir þörfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Farmskrár- og reikningagerð
  • Almenn skrifstofustörf og þjónusta við viðskiptavini
  • Samskipti við innlenda og erlenda samstarfsaðila
  • Önnur tilfallandi verkefni sem deildarstjóri eða framkvæmdastjóri leggur til
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Kunnátta á Dynamics 365 Business Central er kostur
  • Nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Auglýsing birt15. september 2025
Umsóknarfrestur6. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Klettháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar