
Freyja
Freyja ehf. er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, stofnuð umbrotaárið 1918. Freyja er sælgætisgerð Íslendinga og framleiðir söguleg sælgæti undir nokkrum af ástsælustu vörumerkjum landsins sem eru Rís, Draumur, Djúpur, Mix og Freyju súkkulaði. Eftir meira en heila öld af sælgætisframleiðslu endurspeglar saga og andi Freyju þjóðaranda Íslendinga sem einkennist af íslenskri bjartsýni.
Bragð og gæði eru höfð í hávegum hjá Freyju, það er öllum fimmtíu starfsmönnum félagsins kappsmál að framleiða og markaðssetja sælgæti sem kallar fram bragðgóðar íslenskar minningar. Hvort sem það er fyrir íslenskan markað eða til útflutnings þar sem sælgætið frá Freyju er í stöðugri sókn.
Nýsköpun og vöruþróun Freyju er ætluð að stuðla að varanlegum vexti og er það markmið að vörunýjungar verði hluti af fleiri gleðistundum, skemmtilegum hefðum og góðum minningum hjá þjóðinni.

Starfsmaður á lager í verksmiðju Freyju
Freyja leitar nú eftir ábyrgum og traustum einstaklingi sem náð hefur a.m.k. 20 ára aldri í tiltekt pantana og á lager fyrirtækisins.
Við leitum að kraftmiklum og duglegum einstaklingi sem hefur góða aðlögunarhæfni, ríka þjónustulund og með nákvæm og skipulögð vinnubrögð, getu til að starfa sjálfstætt og í góðu samstarfi við aðra starfsmenn.
Lyftarapróf er nauðsyn.
Við leitum eftir einstaklingi sem getur hafið störf strax eða sem allra fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka hráefnis, vöru og umbúða
- Bókun móttöku á innkaupum og millifærslum í birgðakerfi
- Tínsla vöru í sölu- og millifærslupantanir.
- Tiltekt og dreifing á hráefni, vöru og umbúðum til framleiðslueininga.
- Tiltekt og skipulagning á lager
- Samvinna við lager með tilbúnar söluvörur
- Afleysingar á lager með tilbúnar söluvörur
- Öll almenn lagerstörf og önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vinnuvéla réttindi (lyftarapróf) nauðsynlegt
- Almenn tölvu- og snjallsímaþekking er nauðsynleg
- Meirapróf er mikill kostur
- Reynsla af lagerstörfum er mikill kostur.
- Stundvísi og skipulagshæfni
- Íslensku kunnátta eða góð færni í ensku
- Framúrskarandi þjónustuvilji
Auglýsing birt14. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Kársnesbraut 104, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
LagerstörfLyftaraprófSkipulagStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Almennt starf í vöruhúsi
Bakkinn vöruhótel

Afgreiðslu og lagerstarf.
Ólafur Gíslason og Co hf.

Starfsmaður í varahlutadeild
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Helgarstarfsfólk óskast - Fullt starf í boði yfir sumarið
Rent-A-Party

Framtíðarstarf í vöruhúsi Parlogis
Parlogis

Afgreiðslustarf / útkeyrsla
ABC SKÓLAVÖRUR

Kjörbúðin Bolungarvík - verslunarstjóri
Kjörbúðin

Bílstjórar - FULLT STARF
Póstdreifing ehf.

Verkstjóri timbursölu Fagmannaverslunar
Húsasmiðjan

Ískraft leitar að öflugum bílstjóra
Ískraft

Bílstjóri á dagrútu DHL í Garðabæ
DHL Express Iceland ehf

Sumarstarf í vöruhúsi - vertu með okkur í sumar!
Garri