
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg
Brimborg er sölu- og þjónustuaðili Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi.
Brimborg er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á bílamarkaði með umboð fyrir mörg af þekktustu bílamerkjum heims en auk Mazda, Peugeot, Citroën og Opel hefur Brimborg umboð fyrir Volvo, Ford og Polestar, ásamt Volvo vörubílum, Volvo vinnuvélum og Volvo Penta bátavélum auk hágæða hjólbarða frá Nokian.
Fyrirtækið rekur í dag bílaumboð, bílasölu fyrir fólksbifreiðar, atvinnubíla- og atvinnutæki, bílaleigu og víðtæka varahluta- og verkstæðisþjónustu fyrir bíla og atvinnutæki.

Söluráðgjafi hjá Brimborg
Mazda · Citroën · Peugeot · Opel á Bíldshöfði 8, Reykjavík
Brimborg óskar eftir hæfileikaríkum og kraftmiklum söluráðgjafa til að þjónusta viðskiptavini við kaup á nýjum og notuðum bílum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling með framúrskarandi söluhæfileika og sterka þjónustulund til að starfa í lifandi, skemmtilegu og krefjandi umhverfi. Við leitum að færum liðsfélaga sem finnst markmiðadrifið og tæknivætt umhverfi spennandi, sýnir alúð í öllu sem hann gerir, er samviskusamur og hefur brennandi metnað fyrir vörumerkjum Brimborgar.
Við bjóðum
- Nýjustu bíltækni og framúrskarandi vinnuaðstöðu
- Öflugt starfsmannafélag sem skipuleggur fjölbreytta viðburði og félagsstarf
- Fjölskylduvænan vinnustað með styttri vinnuviku – engin helgarvinna og styttri föstudagur
Metnaðarfull stjórnun & gæðaviðurkenningar
- Skýr sýn og markviss leiðsögn
- Fyrirmyndarfyrirtæki Creditinfo
- Fyrirmyndarfyrirtæki í starfsnámi Nemastofu 2025
- Moodup – Vinnustaður í fremstu röð 2024
- Jafnlaunavottað fyrirtæki
- Brautryðjandi í styttingu vinnutímans
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og ráðgjöf við kaup á nýjum bílum
- Sala, ráðgjöf og uppítaka á notuðum bílum
- Skráning og eftirfylgni viðskiptatækifæra í CRM‑kerfi
- Tilboðs‑ og skjalagerð fyrir einstaklinga og fyrirtæki
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi söluhæfileikar, þjónustulund og samskiptahæfni
- Frumkvæði í starfi, sjálfstæð vinnubrögð, snyrtimennska og stundvísi
- Heiðarleiki, áreiðanleiki og vönduð vinnubrögð
- Færni í notkun upplýsingatæknikerfa (CRM o.fl.)
- Góð íslensku‑ og enskukunnátta
- Gilt bílpróf
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins
- Árlegur íþrótta‑ og heilsustyrkur
Auglýsing birt3. maí 2025
Umsóknarfrestur19. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Bíldshöfði 8, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
CRMFrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurNavisionÖkuréttindiSamviskusemiSkipulagSölumennskaStundvísiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Afgreiðslu og sölufulltrúi í Reykjavík
Avis og Budget

Rafvirki í söludeild rafbúnaðar
Smith & Norland hf.

Helgar- og hlutastarf í verslun
BAUHAUS slhf.

Sölufulltrúi í Blómaverslun
Blómaskúr Villu

Viðskiptastjóri – Kansler heildsala
KANSLER heildsala

Hlutastörf í Icewear Vestmannaeyjum
ICEWEAR

Verslunarstjóri - Kjörbúðin Dalvík
Kjörbúðin

Sölusnillingur óskast í frábært teymi notaðra bíla
Hekla

Söluaðili fyrir sérsniðnar vörur – sveigjanlegt starf
GGWP ehf.

Sölumaður Fagverslun
Rafkaup

Söluráðgjafi einstaklinga
Afkoma vátryggingarmiðlun ehf.

Aðstoðarverslunarstjóri
Next