
Viðskiptastjóri – Kansler heildsala
Viðskiptastjóri – Kansler heildsala
Við óskum eftir öflugum, metnaðarfullum og ábyrgum Viðskiptastjóra með hæfni í markaðsmálum og mikinn drifkraft. Við erum ung og ört vaxandi heildsala með áherslu á vörur á borð við ICE nikótínpúða, koffínpúða og fleiri spennandi vörur í þróun.
Hlutverk og ábyrgð:
-
Umsjón og ábyrgð á söluferli frá upphafi til enda.
-
Uppbygging og viðhald viðskiptasambanda – bæði við nýja og núverandi viðskiptavini.
-
Aktíf sala á vörum fyrirtækisins til smásala og dreifingaraðila.
-
Mótun og framkvæmd markaðsáætlana í samstarfi við teymið.
-
Ábyrgð á reglulegum samskiptum og eftirfylgni við viðskiptavini.
-
Greining tækifæra á markaði og frumkvæði að nýjum lausnum.
-
Kynningar og þátttaka í vörusýningum eða öðrum kynningarviðburðum.
- Umsjón og utanumhald með erlendum viðskiptasamböndum ICE.
Hæfniskröfur:
-
Reynsla af sölu og/eða markaðsstarfi er nauðsynleg.
-
Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
-
Sterk eftirfylgni og hæfni til að hlúa að langtímasamböndum við viðskiptavini.
-
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
-
Góð tölvukunnátta – færni í Excel eða Google Sheets er skilyrði.
-
Þekking á samfélagsmiðlum og stafrænni markaðssetningu er kostur.
-
Háskólapróf er æskilegt, en ekki nauðsynlegt.
Við bjóðum:
-
Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á vöxt og stefnu fyrirtækisins.
-
Fjölbreytt og sjálfstætt starf með miklum sveigjanleika.
-
Kraftmikið, metnaðarfullt og skemmtilegt teymi.
-
Samkeppnishæf launakjör og tækifæri til persónulegs vaxtar.
www.icepouch.is
Umsóknir skulu sendast á: [email protected]












