
Straumlind ehf
Straumlind er raforkusölufyrirtæki. Framtíðarsýn Straumlindar er að gera raforkukerfið ,,snjallara”. Með gagnavísindum og notkun gervigreindar má hámarka nýtingu innan raforkukerfisins, lágmarka kostnað og stuðla að orkujöfnuði. Straumlind horfir því björtum augum til framtíðar og sér margvísleg tækifæri í orkuskiptum og rafbílavæðingu á Íslandi.

Sölumeistari / Sölustjóri – fullt eða hlutastarf
Straumlind er ört vaxandi fyrirtæki á orkumarkaði með metnaðarfulla framtíðarsýn um að gera raforkukerfið snjallara og þjónustu við viðskiptavina einfaldari. Við erum staðsett í Grósku þar sem skapandi fyrirtæki þróa hugmyndir sínar í skemmtilegu og jákvæðu umhverfi.
Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á sölu og þjónustu – einhverjum sem vill taka frumkvæði, fylgja sölutækifærum eftir og leiða aðra áfram í sölu. Þetta er einstakt tækifæri til að taka þátt í að byggja upp nýtt félag og vaxa með því.
👉 Við óskum eftir aðila sem getur hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Taka virkan þátt í sölu og þjónustu við viðskiptavini
- Byggja upp langtímasambönd við viðskiptavini og fylgja sölutækifærum eftir
- Þróa söluferla og vinna með teyminu að markmiðum
- Hvetja og drífa áfram aðra í sölu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölu eða þjónustu
- Jákvæðni, frumkvæði og drifkraftur
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Góð tölvukunnátta og sjálfstæð vinnubrögð
- Metnaður til að vaxa með nýju félagi
Fríðindi í starfi
- Spennandi starf á skemmtilegum vinnustað í Grósku
- Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á vöxt og árangur Straumlindar
- Sveigjanleika í starfshlutfalli (fullt eða hlutastarf)
- Hádegismatur og jákvætt andrúmsloft
Auglýsing birt19. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Akureyri: Sölumaður timburverslunar - Framtíðarstarf
Húsasmiðjan

Tjónaskoðunarmaður ökutækjatjóna
VÍS

Tollafulltrúi
Smyril Line Ísland ehf.

Augastaður - sölufulltrúi í verslun
Augastaður

Þjónusta í apóteki - Fjarðarkaup
Apótekarinn

Bókhaldsfulltrúi í fjárreiðudeild
Samskip

Sölufulltrúi
IKEA

Sölufulltrúi í verslun - Epli Laugavegi (Fullt starf)
Skakkiturn ehf

Afleysingar á skrifstofu og nemendamál
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Hefurðu áhuga á bílum og þjónustu?
Hekla

Sölu- og verkefnastjóri
VERDI Ferðaskrifstofa

Móttökustjóri
Aðalskoðun hf.