
Dorma
Dorma var stofnað árið 2009 og höfum við frá upphafi einsett okkur að vera leiðandi í að kynna gestum okkar nýjungar á rúmamarkaði ásamt því að sérhæfa okkur í sölu á viðurkenndum heilsudýnum og stillanlegum rúmum. Dorma hefur ávallt fylgt þeirri öru þróun sem hefur átt sér stað í heiminum síðastliðin ár og komið fram með nýjungar frá heimsþekktum vörumerkjum.
Til að mæta þörfum gesta okkar býður Dorma margar gerðir rúma en auk þess höfum við upp á að bjóða margar tegundir sófa, hægindastóla og smávöru fyrir heimilið. Okkar helstu samstarfsaðilar hafa undanfarin ár verið Simba en nýlega buðum við Sealy velkomin í Dorma fjölskylduna. Sealy er heimsþekkt fyrir gæði og þægindi þar sem gott úrval dýna er í boði svo hver og einn getur fundið dýnuna fyrir sig.

Sölufulltrúi - fullt starf
Dorma er 15 ára gamalt fjölskyldurekið fyrirtæki með mikinn metnað og sterka sýn.
Við leitum að reyndum og þjónustuliprum sölufulltrúa í verslun okkar í Smáratorgi í Kópavogi.
Við erum að leita að þér ef þú:
- ert dugleg/ur, með áhuga á heilsu og því að bæta líf þitt og annarra með frumkvæði þínu og metnaði
- ert sterk/ur í mannlegum samskiptum og kannt að skapa jákvæða upplifun með þjónustu
- elskar vörumerkið okkar, sýn okkar og gildi
- ert góður hlustandi og getur fundið úrlausnir fyrir gesti okkar
- ert skipulögð/lagður og vinnur vel í hóp
- Ert eldri en 25 ára
Okkur er umhugað að setja þarfir gesta okkar í fyrsta sæti við val á réttu rúmi svo þeir nái hámarks hvíld og vellíðan. Ráðgjafi hjá Dorma sér um að fræða og bæta líf gesta okkar, setja þarfir þeirra í fyrsta sæti og byggja þannig upp langtíma viðskiptasamband.
Um er að fullt starf. Unnið er alla virka daga kl. 10-18 og annan hvern laugardag kl. 11-17.
Nánari upplýsingar veitir Svava verslunarstjóri Dorma í síma 512-6800 og [email protected]
Starfsferilskrá eru æskileg fylgigögn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og þjónusta til viðskiptavina.
- Vefverslun, tiltekt og pökkun
- Vörumóttaka, talningar og merkingar.
- Tiltekt, tilfærslur og aðstoð við framsetningu á vörum í verslun.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góðir söluhæfileikar og þjónustulund.
- Skipulagshæfileikar, nákvæmni, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
- Geta til að vinna undir álagi og bera ábyrgð.
- Frumkvæði, jákvæðni og hæfni í samskiptum.
Auglýsing birt29. desember 2025
Umsóknarfrestur11. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Smáratorg 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Vaktstjóri í 100% starf - Shift leader full time
Brauð & co.

Costco Apótek - Starf með skóla eða hlutastarf- Only Icelandic speaking
Costco Wholesale

Afgreiðslustarf
Bláa sjoppan og Polo

Þjónustufulltrúi í vöruhús Sindra
SINDRI

Afgreiðsla og ráðgjöf
Lyfjaver

Liðsmaður í söluteymi
Íslenska útflutningsmiðstöðin

Er AIR Smáralind að leita að þér?
S4S - AIR

Starfsmaður í móttöku og afgreiðslu
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið

Bókavörður á Egilsstöðum
Bókasafn Múlaþings

Bókavörður á Djúpavogi
Bókasafn Múlaþings

Sölustjóri (Head of Sales)
Taktikal

Starf í HLAUPÁR (60-80%) - tímabundið
HLAUPÁR