
Bókasafn Múlaþings
Bókasafn Múlaþings er almenningsbókasafn með starfstöðvar á þremur stöðum, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Djúpavogi. Útibú safnsins á Seyðisfirði og Djúpavogi eru jafnframt skólabókasöfn.
Bókasafn Múlaþings er tengt Landskerfi bókasafna, leitir.is. Allir íbúar í Múlaþingi eiga kost á bókasafnsskírteini, sem gildir á öllum stöðunum, sér að kostnaðarlausu.

Bókavörður á Djúpavogi
Bókasafn Múlaþings óskar eftir að ráða bókavörð í um 60% framtíðarstarf á starfsstöð safnsins á Djúpavogi. Safnið er bæði almennings- og skólabókasafn. Samkomulag er um upphaf starfs.
Helstu verkefni starfsmanns eru afgreiðsla, móttaka og frágangur safnkosts ásamt því að leiðbeina og veita safngestum aðstoð.
Næsti yfirmaður er forstöðumaður Bókasafns Múlaþings.
Möguleiki er á hlutastarfi við Djúpavogsskóla til að auka starfshlutfall.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með starfsstöð Bókasafns Múlaþings á Djúpavogi.
- Þjónusta við gesti, upplýsingagjöf, aðstoð og afgreiðsla.
- Skipuleggja samstarf og þjónustu safnsins við Djúpavogsskóla.
- Aðstoð við nemendur og kennara.
- Móttaka og frágangur safnkosts.
- Umsjón með viðburðahaldi í samráði við yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Gerð krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi
- Góð málakunnátta s.s. íslenska, enska, þriðja tungumál
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Reynsla af notkun gagnasafns Landskerfis bókasafna er kostur
- Nákvæmni, samviskusemi og góð samskiptafærni er nauðsyn
- Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt22. desember 2025
Umsóknarfrestur9. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Varða 6, 765 Djúpivogur
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðJákvæðniReyklausSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiTóbakslausVandvirkniÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi í vöruhús Sindra
SINDRI

Afgreiðsla og ráðgjöf
Lyfjaver

Er AIR Smáralind að leita að þér?
S4S - AIR

Starfsmaður í móttöku og afgreiðslu
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið

Bókavörður á Egilsstöðum
Bókasafn Múlaþings

Þjónusturáðgjafi í móttöku bílaverkstæðis
Bílaverkstæðið Fram ehf

Sölufulltrúar óskast í Icewear
ICEWEAR

Customer Experience Administrator
Nox Medical

Starfsmaður í Lagnadeild Byko Akureyri
Byko

Afgreiðslustarf
Snilldarvörur

Hlutastarfsmaður í verslun
PokeHöllin ehf.

Þjónustuver ELKO
ELKO