
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið
Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar leggur rækt við mannlífið í borginni á fjölbreyttan hátt með rekstri menningarstofnanna og íþróttamannvirkja, ásamt því að styðja við grasrótina í listalífinu, íþróttum og barnamenningu. Sviðið skipuleggur hátíðir í borginni og styður við fjölmarga viðburði og hátíðir sem lífga upp á lífið í borginni allt árið um kring.
Um sviðið
Menningar og íþróttasvið heldur utan um rekstur borgarsafnanna; Borgarbókasafns, Listasafns Reykjavíkur, Borgarsögusafns sem og rekstur sundlauga borgarinnar, íþróttamannvirkja, hjólabrettagarða og gervigrasvalla.
Skrifstofa sviðsins heldur utan um stefnumótun, þróun og faglega stjórnun þeirra fjölbreyttu þjónustu og verkefna sem unnin eru á sviðinu. Á sviðinu er víðtækt samstarf við hagsmunaaðila í lista-, íþrótta- og æskulýðsstarf. Sviðið styður við barnamenningu með fjölbreyttum hætti og styrkir þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi með Frístundakortinu.
Umsýsla vegna funda menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs er á ábyrgð sviðsins sem og ábyrgð á að ákvarðanir ráðsins komi til framkvæmda.

Starfsmaður í móttöku og afgreiðslu
Starfsmaður óskast í móttöku og afgreiðslu
Borgarsögusafn - Sjóminjasafn
Borgarsögusafn samanstendur af sýningarstöðunum Árbæjarsafni, Landnámssýningunni Aðalstræti, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu í Reykjavík og Viðey.
Um er að ræða 100% starf þar sem vinnutími er kl. 9:45-17:00
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn afgreiðsla, upplýsingagjöf og móttaka gesta safnsins
- Afgreiðsla í safnverslun og dagleg umsjón með umhirðu safnverslunar
- Símsvörun, upplýsingagjöf og þjónusta við gesti
- Daglegt uppgjör á afgreiðslukössum
- Leiðsagnir með gesti/hópa á sýningarstöðum
- Þátttaka við ýmis þrif og umhirðu, s.s. halda sýningarstöðunum, safnverslunum og umhverfi þeirra snyrtilegu
- Önnur verkefni á vegum safnsins og/eða sýningarstaðar sem viðkomandi er falið
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun
- Góð kunnátta í íslensku og ensku. Þriðja tungumál er kostur.
- Reynsla af afgreiðslu-, þjónustu- eða verslunarstörfum
- Þekking á afgreiðslukerfi og sjóðsuppgjöri er kostur
- Reynsla af móttöku og/eða leiðsögnum á safni er kostur
- Umsækjandi hafi náð 18 ára aldri
- Stundvísi, þolinmæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt22. desember 2025
Umsóknarfrestur11. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Grandagarður 8, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi í vöruhús Sindra
SINDRI

Afgreiðsla og ráðgjöf
Lyfjaver

Er AIR Smáralind að leita að þér?
S4S - AIR

Bókavörður á Egilsstöðum
Bókasafn Múlaþings

Bókavörður á Djúpavogi
Bókasafn Múlaþings

Þjónusturáðgjafi í móttöku bílaverkstæðis
Bílaverkstæðið Fram ehf

Sölufulltrúar óskast í Icewear
ICEWEAR

Starfsmaður í Lagnadeild Byko Akureyri
Byko

Afgreiðslustarf
Snilldarvörur

Hlutastarfsmaður í verslun
PokeHöllin ehf.

Ný störf í Dölum - Starfsfólk í íþróttamiðstöð - Dalabyggð
Sveitarfélagið Dalabyggð

🥐 Almar Bakari á Selfossi óskar eftir starfsmanni 🥐
Al bakstur ehf