Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið

Starfsmaður í móttöku og afgreiðslu

Starfsmaður óskast í móttöku og afgreiðslu

Borgarsögusafn - Sjóminjasafn

Borgarsögusafn samanstendur af sýningarstöðunum Árbæjarsafni, Landnámssýningunni Aðalstræti, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu í Reykjavík og Viðey.

Um er að ræða 100% starf þar sem vinnutími er kl. 9:45-17:00

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn afgreiðsla, upplýsingagjöf og móttaka gesta safnsins
  • Afgreiðsla í safnverslun og dagleg umsjón með umhirðu safnverslunar
  • Símsvörun, upplýsingagjöf og þjónusta við gesti
  • Daglegt uppgjör á afgreiðslukössum
  • Leiðsagnir með gesti/hópa á sýningarstöðum
  • Þátttaka við ýmis þrif og umhirðu, s.s. halda sýningarstöðunum, safnverslunum og umhverfi þeirra snyrtilegu
  • Önnur verkefni á vegum safnsins og/eða sýningarstaðar sem viðkomandi er falið
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku. Þriðja tungumál er kostur.
  • Reynsla af afgreiðslu-, þjónustu- eða verslunarstörfum
  • Þekking á afgreiðslukerfi og sjóðsuppgjöri er kostur
  • Reynsla af móttöku og/eða leiðsögnum á safni er kostur
  • Umsækjandi hafi náð 18 ára aldri
  • Stundvísi, þolinmæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt22. desember 2025
Umsóknarfrestur11. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grandagarður 8, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar