
SINDRI
Sindri flytur inn og selur verkfæri, vinnuföt , loftpressur, og festingavörur frá þekktum framleiðendum s.s. Atlas Copco, DeWalt, Blaklader, Contracor, Toptul, Fabory og Ridgid.
Í dag bíður Sindri uppá allt sitt vöruúrval á einum stað að Smiðjuvegi 11 undir merkjum Sindra en vörur frá Sindra eru einnig fáanlegar í verslunum Johan Rönning á Akureyri, Reyðarfirði, Selfossi og í Reykjanesbæ.
Fyrirtækið var stofnað 1949 af Einari Ásmundssyni og fjölskyldu hans með það markmið að flytja inn stál, byggingavörur og verkfæri fyrir ört vaxandi byggingarmarkað á Íslandi. Á þessum tíma hefur fyrirtækið á eignast stóran hóp traustra viðskiptavina en helstu viðskiptavinir Sindra eru iðnfyrirtæki, verkstæði og einstaklingar.
Sindri er verslunar- og þjónustufyrirtæki á sviði byggingalausna, festinga, véla, verkfæra og vinnufatnaðar. Fyrirtækið var stofnað árið 1949 og er í dag hluti af Fagkaupum ehf.
Fagkaup rekur ásamt Sindra verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Vatn & veitur, S. Guðjónsson, Áltak, K.H.Vinnuföt, Varma og Vélaverk, Ísleif, Hagblikk, og Fossberg
Hjá Fagkaupum starfa um 320 starfsmenn í Reykjavík, Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Grundartanga, Selfossi og á Akureyri.
Höfuðstöðvar félagsins eru að Klettagörðum 25 í Reykjavík.
Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Unnið er að jákvæðu, hvetjandi og öruggu starfsumhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er höfð að leiðarsljósi.

Þjónustufulltrúi í vöruhús Sindra
Sindri leitar að metnaðarfullum og duglegum einstaklingi til framtíðarstarfa í þjónustudeild.
Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem býður upp á möguleika til starfsþróunar og vaxtar í starfi. Við leggjum mikið upp úr góðu vinnuumhverfi þar sem frábær hópur starfsfólks hefur það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu.
Sindri er verslunar og þjónustufyrirtæki á sviði byggingalausna, festinga, véla, verkfæra og vinnufatnaðar. Sindri er hluti af Fagkaupum en í dag starfa um 320 einstaklingar hjá fyrirtækinu víðsvegar um landið.
Fagkaup er framsækið fyrirtæki sem leggur áherslu á að veita virðisaukandi þjónustu og breitt vöruúrval.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tiltekt pantana, afgreiðsla og pökkun
- Vörumóttaka og áfyllingar
- Önnur tilfallandi störf sem tilheyra í stóru vöruhúsi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af störfum í vöruhúsi er kostur
- Lyftarapróf er kostur
- Aldurstakmark er 18 ára
- Sveigjanleiki, stundvísi og áreiðanleiki
Auglýsing birt22. desember 2025
Umsóknarfrestur5. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Smiðjuvegur 11, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Afgreiðsla og ráðgjöf
Lyfjaver

Er AIR Smáralind að leita að þér?
S4S - AIR

Starfsmaður í móttöku og afgreiðslu
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið

Bókavörður á Egilsstöðum
Bókasafn Múlaþings

Bókavörður á Djúpavogi
Bókasafn Múlaþings

Verkstæðisformaður/ Lagerstjóri
Atlas Verktakar ehf

Þjónusturáðgjafi í móttöku bílaverkstæðis
Bílaverkstæðið Fram ehf

Lagerstarfsmaður óskast.
Parki

Sölufulltrúar óskast í Icewear
ICEWEAR

Starfsmaður í Lagnadeild Byko Akureyri
Byko

Afgreiðslustarf
Snilldarvörur

Hlutastarfsmaður í verslun
PokeHöllin ehf.