Reykjavíkurborg: skóla- og frístundasvið
Reykjavíkurborg: skóla- og frístundasvið

Sérfræðingur í vinnuvernd

Mannauðsþjónusta skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar leitar að öflugum sérfræðingi á sviði vinnuverndar. Undir skóla- og frístundasvið heyra grunnskólar, leikskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og skólahljómsveitir, alls um 170 starfsstaðir og á sviðinu starfa um 6000 manns.

Sérfræðingur í vinnuvernd vinnur með öryggisstjóra vinnuverndar, öryggisnefndum og vinnuverndarfulltrúum annarra sviða. Þá vinnur sérfræðingur í vinnuvernd náið með stjórnendum skóla- og frístundasviðs og mun tilheyra mannauðsþjónustu sviðsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  •   Leiðir og heldur utan um öryggis- og vinnuverndarmál fyrir sviðið.  
  •   Er formaður öryggisnefndar skóla- og frístundasviðs og situr í miðlægri öryggisnefnd Reykjavíkurborgar.
  •   Ber ábyrgð á innleiðingu öryggis- og heilbrigðisáætlana starfsstaða (áhættumat).
  •   Heldur utan um innleiðingu á verkferlum í tengslum við um ofbeldi gegn starfsfólki.
  •   Er stjórnendum starfsstaða til ráðgjafar og stuðnings varðandi öryggis- og vinnuverndarmál, t.d. við skráningar vinnuslysa og gerð áhættumats.
  •   Er tengiliður við öryggisverði og öryggistrúnaðarmenn sviðsins.
  •   Veitir ráðgjöf um öruggari vinnuaðstæður og verklag og þátttaka í forvarnastarfi.
  •   Heldur utan um fræðslu og þjálfun á sviði vinnuverndar fyrir sviðið.
  •   Aðstoðar stjórnendur í samskiptum við Vinnueftirlitið og úrvinnslu ábendinga.
  •   Taka þátt í öðrum mannauðsverkefnum, þ.m.t. EKKO málum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  •  Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  •   Þekking og reynsla af vinnuverndarstarfi í fyrirtækjum eða stofnunum.
  •   Þekking á áhættuþáttum í vinnuvernd og ráðstöfunum vegna þeirra.
  •   Góð færni til framsetningar máls í ræðu og riti.
  •   Skipuleg og fagleg vinnubrögð.
  •   Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  •   Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
  •   Íslenskukunnátta á stigi C2 samkvæmt evrópskum tungumálaramma.
Fríðindi í starfi
  •   36 stunda vinnuviku í fullu starfi
  •   Heilsustyrkur, menningarkort og frítt í sund
  •   Samgöngusamningur
  •   Gott mötuneyti
Auglýsing birt29. janúar 2026
Umsóknarfrestur12. febrúar 2026
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Skrifstofa skóla- og frístundasviðs
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar