
Reykjavíkurborg: skóla- og frístundasvið
Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Jafnframt greiðir sviðið framlög til sjálfstætt starfandi dagforeldra, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla og hefur eftirlit með starfsemi þeirra. Skóla- og frístundasvið þjónustar yfir 20 þúsund börn og fjölskyldur þeirra. Útgjöld sviðsins eru u.þ.b. 68 milljarðar kr. á ári í tæplega 200 rekstrareiningum.
Sérfræðingur í vinnuvernd
Mannauðsþjónusta skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar leitar að öflugum sérfræðingi á sviði vinnuverndar. Undir skóla- og frístundasvið heyra grunnskólar, leikskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og skólahljómsveitir, alls um 170 starfsstaðir og á sviðinu starfa um 6000 manns.
Sérfræðingur í vinnuvernd vinnur með öryggisstjóra vinnuverndar, öryggisnefndum og vinnuverndarfulltrúum annarra sviða. Þá vinnur sérfræðingur í vinnuvernd náið með stjórnendum skóla- og frístundasviðs og mun tilheyra mannauðsþjónustu sviðsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiðir og heldur utan um öryggis- og vinnuverndarmál fyrir sviðið.
- Er formaður öryggisnefndar skóla- og frístundasviðs og situr í miðlægri öryggisnefnd Reykjavíkurborgar.
- Ber ábyrgð á innleiðingu öryggis- og heilbrigðisáætlana starfsstaða (áhættumat).
- Heldur utan um innleiðingu á verkferlum í tengslum við um ofbeldi gegn starfsfólki.
- Er stjórnendum starfsstaða til ráðgjafar og stuðnings varðandi öryggis- og vinnuverndarmál, t.d. við skráningar vinnuslysa og gerð áhættumats.
- Er tengiliður við öryggisverði og öryggistrúnaðarmenn sviðsins.
- Veitir ráðgjöf um öruggari vinnuaðstæður og verklag og þátttaka í forvarnastarfi.
- Heldur utan um fræðslu og þjálfun á sviði vinnuverndar fyrir sviðið.
- Aðstoðar stjórnendur í samskiptum við Vinnueftirlitið og úrvinnslu ábendinga.
- Taka þátt í öðrum mannauðsverkefnum, þ.m.t. EKKO málum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla af vinnuverndarstarfi í fyrirtækjum eða stofnunum.
- Þekking á áhættuþáttum í vinnuvernd og ráðstöfunum vegna þeirra.
- Góð færni til framsetningar máls í ræðu og riti.
- Skipuleg og fagleg vinnubrögð.
- Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
- Íslenskukunnátta á stigi C2 samkvæmt evrópskum tungumálaramma.
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuviku í fullu starfi
- Heilsustyrkur, menningarkort og frítt í sund
- Samgöngusamningur
- Gott mötuneyti
Auglýsing birt29. janúar 2026
Umsóknarfrestur12. febrúar 2026
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Skrifstofa skóla- og frístundasviðs
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Öflugur bókari óskast til HMS
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Bókari - Flügger Iceland
Flügger Litir

Bókari
Eignamiðlun

Fulltrúi í tæknideild ökutækja
Samgöngustofa

Sumarstarf - Móttökufulltrúi
Útlendingastofnun

Launaráðgjafi
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið

Viðskiptastjóri í útflutningsdeild
Smyril Line Ísland ehf.

Starfsmaður í þjónustu
Motus

Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu
Casalísa

Bókhalds- og skrifstofustarf
Vélrás

Sumarstörf á skrifstofu í Vestmannaeyjum
Eimskip

Launafulltrúi
Skólamatur