Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið

Launaráðgjafi

Launaskrifstofa mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar leitar að nákvæmum og traustum liðsfélaga með góða greiningarhæfni og samskiptalipurð. Leitað er að einstaklingi sem leggur áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð, hefur áhuga á tæknilausnum og sjálfvirknivæðingu og veitir stjórnendum og mannauðsráðgjöfum faglegan og áreiðanlegan stuðning í launa- og kjaramálum.

Launaskrifstofan sinnir launavinnslu fyrir Reykjavíkurborg og gegnir lykilhlutverki í að tryggja rétta, örugga og skilvirka meðhöndlun launa- og launatengdra gagna. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni þar sem fagleg þekking á launamálum, góð tæknikunnátta og lausnamiðuð hugsun fara saman.

Starfið er staðsett í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greiðsla launa og launatengdra gjalda með áherslu á rétta, tímanlega og sjálfvirka launavinnslu
  • Skil á staðgreiðslu launa og öðrum lögbundnum skilum
  • Ráðgjöf til stjórnenda og mannauðsráðgjafa tengt launa- og kjaramálum
  • Fræðsla og gæðaeftirlit og þróun verkferla til að tryggja samræmi
  • Eftirlit með framkvæmd kjarasamninga og þátttaka í stöðugum umbótum á launakerfum og vinnuferlum
  • Þátttaka í þróunar- og innleiðingarverkefnum sem snúa að sjálfvirknivæðingu og samþættingu kerfa
  • Meðhöndlun og greining launagagna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sterk tæknileg færni 
  • Reynsla af og áhugi á sjálfvirknivæðingu
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Lausnamiðuð hugsun og sterk greiningarhæfni
  • Frumkvæði og áhugi á umbótum 
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreitt mötuneyti sem býður upp á fjölbreyttan og hollan mat
  • 30 daga í sumarleyfi
  • 36 stunda vinnuviku
  • Fyrsta flokks vinnuaðstöðu
  • Heilsu- og samgöngustyrk
  • Sundkort
  • Menningakort
Auglýsing birt28. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GreiningarfærniPathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.SAPPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Sjálfvirknivæðing
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar