
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið
Mannauðs- og starfsumhverfissvið hefur yfirumsjón með mannauðsmálum Reykjavíkurborgar og styður við stefnu og megináherslur borgaryfirvalda.
Starfsfólk sviðsins hefur umsjón og eftirlit með framkvæmd mannauðsstefnu, tryggir samræmi í framkvæmd og veitir stjórnendum ráðgjöf. Auk þess annast sviðið mannauðsþjónustu fyrir miðlæga stjórnsýslu í Ráðhúsi og annast gerð kjarasamninga. Auk þess leggur sviðið ríka áherslu á stöðugt og gott samstarf við stjórnendur og mannauðsþjónustu sviða með það að markmiði að auka skilvirkni og gæði þjónustunnar og leggja grunn að góðri vinnustaðamenningu.

Launaráðgjafi
Launaskrifstofa mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar leitar að nákvæmum og traustum liðsfélaga með góða greiningarhæfni og samskiptalipurð. Leitað er að einstaklingi sem leggur áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð, hefur áhuga á tæknilausnum og sjálfvirknivæðingu og veitir stjórnendum og mannauðsráðgjöfum faglegan og áreiðanlegan stuðning í launa- og kjaramálum.
Launaskrifstofan sinnir launavinnslu fyrir Reykjavíkurborg og gegnir lykilhlutverki í að tryggja rétta, örugga og skilvirka meðhöndlun launa- og launatengdra gagna. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni þar sem fagleg þekking á launamálum, góð tæknikunnátta og lausnamiðuð hugsun fara saman.
Starfið er staðsett í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greiðsla launa og launatengdra gjalda með áherslu á rétta, tímanlega og sjálfvirka launavinnslu
- Skil á staðgreiðslu launa og öðrum lögbundnum skilum
- Ráðgjöf til stjórnenda og mannauðsráðgjafa tengt launa- og kjaramálum
- Fræðsla og gæðaeftirlit og þróun verkferla til að tryggja samræmi
- Eftirlit með framkvæmd kjarasamninga og þátttaka í stöðugum umbótum á launakerfum og vinnuferlum
- Þátttaka í þróunar- og innleiðingarverkefnum sem snúa að sjálfvirknivæðingu og samþættingu kerfa
- Meðhöndlun og greining launagagna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sterk tæknileg færni
- Reynsla af og áhugi á sjálfvirknivæðingu
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Lausnamiðuð hugsun og sterk greiningarhæfni
- Frumkvæði og áhugi á umbótum
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
Fríðindi í starfi
- Niðurgreitt mötuneyti sem býður upp á fjölbreyttan og hollan mat
- 30 daga í sumarleyfi
- 36 stunda vinnuviku
- Fyrsta flokks vinnuaðstöðu
- Heilsu- og samgöngustyrk
- Sundkort
- Menningakort
Auglýsing birt28. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiGreiningarfærniLaunavinnslaMannleg samskiptiNákvæmniOpinber stjórnsýslaSAPSjálfstæð vinnubrögðSjálfvirknivæðing
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viðskiptastjóri í útflutningsdeild
Smyril Line Ísland ehf.

Starfsmaður í þjónustu
Motus

Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu
Casalísa

Sérfræðingur í mannauðsmálum
Hornsteinn ehf.

Bókhald og skrifstofustörf
Vélrás

Sumarstörf á skrifstofu í Vestmannaeyjum
Eimskip

Launafulltrúi
Skólamatur

Þjónustufulltrúi
Póstdreifing ehf.

Skrifstofustarf í Tryggingastofnun
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

Bókari
Garðheimar

Spennandi starf í mannauðsdeild Ístaks
Ístak hf

Útskriftarprógramm Arion
Arion banki