Útlendingastofnun
Útlendingastofnun
Útlendingastofnun

Sumarstarf - Móttökufulltrúi

Útlendingastofnun leitar að þjónustulunduðum móttökufulltrúa í sumarstarf hjá stofnuninni. Verksvið móttökufulltrúa er fjölbreytt, t.a.m. afgreiðsla og ráðgjöf til þjónustuþega stofnunarinnar, símsvörun, netspjall, umsjón með myndatökum, fjölbreytt bakvinnsla og önnur tilfallandi verkefni. Móttökufulltrúi heyrir undir teymisstjóra.

Útlendingastofnun er spennandi vinnustaður á fleygiferð í stafrænni vegferð. Hjá stofnuninni starfar um 110 manna samhentur hópur á fjórum sviðum. Umfangsmesti þátturinn í starfsemi stofnunarinnar er útgáfa dvalarleyfa. Útlendingastofnun afgreiðir umsóknir um dvalarleyfi, hvort sem um er að ræða dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku, fjölskyldusameiningar, námsvistar eða vistráðningar. Þá afgreiðir stofnunin einnig vegabréfsáritanir, umsóknir um ríkisborgararétt og umsóknir um alþjóðlega vernd. Lögð er rík áhersla á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn og að starfsandi sé til fyrirmyndar. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og sveigjanlegan vinnutíma. Stofnunin hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og er miðað við 36 stunda vinnuviku hjá öllu starfsfólki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afgreiðsla og ráðgjöf til þjónustuþega
  • Símsvörun
  • Umsjón með myndatökum
  • Bakvinnsla
  • Starfa í samræmi við stefnur og markmið stofnunarinnar
  • Þátttaka í teymisvinnu
  • Netspjall
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði
  • Reynsla af þjónustustarfi er mikill kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Kunnátta í einu norðurlandatungumáli
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
Auglýsing birt29. janúar 2026
Umsóknarfrestur9. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Dalvegur 18, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar