
Sýn
Sýn er leiðandi afl á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Hjá Sýn sameinum við það besta úr heimi tækni og afþreyingar og breytum hversdagsleikanum í upplifun. Það er betra að vera með Sýn – hvort sem þú ert að horfa, hlusta, vafra eða vinna.
Hjá Sýn leggjum við áherslu á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Það gerum við með því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Við viljum að fólki líði vel í vinnunni, upplifi sig sem hluta af sterkri liðsheild, fái útrás fyrir sköpunarþörf sína og tækifæri til að takast á við verkefni þar sem styrkleikar þeirra fá helst notið sín. Sýn vill þannig stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti starfsfólks og að starfsfólk sýni frumkvæði í starfi. Við trúum því að fyrirtækinu gangi best þegar starfsfólkið er upp á sitt BESTA.

Sendill á lager
Finnst þér gaman að rúnta, stússast og hitta allskonar fólk? Það er brjálað að gera á lagernum okkar og við leitum að öflugum sendli í teymið. Sendillinn okkar sér um almenn sendlastörf; tekur saman pantanir og keyrir út til viðskiptavina. Viðkomandi mun einnig ganga í önnur störf á lager. Vinnutími er frá 8 til 16 alla virka daga, nema föstudaga þegar unnið er frá 8-15:15. Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áreiðanleiki, sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum
- Bílpróf
- Reynsla af þjónustustörfum
Auglýsing birt26. ágúst 2025
Umsóknarfrestur2. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Lágmúli 7, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÖkuréttindiÚtkeyrsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Fullt Starf í Ríteil
Reteil ehf.

Lager
Vatnsvirkinn ehf

Afgreiðsla, pökkun og útkeyrsla
Samasem ehf

Starfsmaður í vöruhúsi - BYKO Miðhrauni
Byko

Bílstjóri UPS
UPS Express ehf.

Fagkaup óskar eftir þjónustufulltrúum
Fagkaup þjónustudeild

Starfskraftur í vöruhús ÓJ&K-ÍSAM
ÓJ&K - Ísam ehf

Bílstjóri / Áfylling á vörum Reykjanesbær
Álfasaga ehf

Hlutastarf á lager
Feldur verkstæði

Þjónustufulltrúi í útibúi Fagkaupa á Akureyri
Fagkaup þjónustudeild

Akstur og vinna í vöruhúsi
Dropp

Framtíðarstarf á Lager Öryggismiðstöðvarinnar
Öryggismiðstöðin