
Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir og þjónustu á sviði öryggis-, velferðar- og bílastæðalausna fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hjá Öryggismiðstöðinni starfar öflugur hópur sérfræðinga sem býr yfir brennandi áhuga, faglegri þekkingu og mikilli reynslu af þjónustu við viðskiptavini. Við leggjum ríka áherslu og metnað í gæði ráðgjafar við val á lausnum. Hornsteinar þjónustu okkar er öflug tækniþjónusta ásamt rekstri vaktmiðstöðvar til móttöku viðvörunarboða og útkallsþjónusta öryggisvarða allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Við leggjum áherslu á vandaða og persónulega þjónustu með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi, forystu, umhyggju og traust.
Heiti fyrirtæksins í Fyrirtækjaskrá er Öryggismiðstöð Íslands hf. Kennitala félagsins er 410995-3369.

Framtíðarstarf á Lager Öryggismiðstöðvarinnar
Öryggismiðstöðin leitar að jákvæðum, drífandi og áreiðanlegum einstaklingi til að gangast til liðs við öflugt og samhent teymi í vöruhúsi fyrirtækisins. Um er að ræða fullt starf til framtíðar í dagvinnu alla virka daga á traustum og metnaðarfullum vinnustað.
Við leitum að einstaklingi sem er skipulagður, með góða þjónustulund og er tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og frágangur á vörum
- Vöruafgreiðsla til innri og ytri viðskiptavina
- Samskipti við viðskiptavini
- Umsjón og umhirða með vöruhúsi
- Vörutalningar og skráningar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af lagerstörfum er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Heiðarleiki og stundvísi
- Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Þekking/reynsla Navision/Business Central kostur
- Lyftarapróf er kostur
- Góð íslenskukunnátta og hæfni í ensku
- Hreint sakavottorð er skilyrði
Umsóknarfrestur er til og með 7. september 2025. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Helgi Ragnarsson, deildarstjóri Fjármála- og rekstrarsviðs í gegnum netfangið [email protected].
Auglýsing birt21. ágúst 2025
Umsóknarfrestur7. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Askalind 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Hlutastarf á Selfossi
Flying Tiger Copenhagen

Inni/úti afgreiðsla Olís Garðabæ
Olís ehf.

Fagkaup óskar eftir þjónustufulltrúum
Fagkaup þjónustudeild

Þjónusta í apóteki - Kringlan
Lyf og heilsa

Verslunar & vefverslunarstjóri í stærsta apóteki Lyfjavals
Lyfjaval

Þjónusturáðgjafi í langtímaleigudeild
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Starfskraftur í vöruhús ÓJ&K-ÍSAM
ÓJ&K - Ísam ehf

Starfskraftur afgreiðslu á Höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf

Søstrene Grene - afgreiðsla á kassa
Søstrene Grene

Förðunarfræðingur / sölufulltrúi
MAC Cosmetics á Íslandi

Bílstjóri / Áfylling á vörum Reykjanesbær
Álfasaga ehf

Hlutastarf á lager
Feldur verkstæði