
AÞ-Þrif ehf.
AÞ-Þrif ehf er ungt og framsækið hreingerningafyrirtæki með í kringum 250 starfsmenn af 30 þjóðernum og býður upp á almenna og sérhæfða þjónustu þegar kemur að þrifum fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. AÞ-Þrif er vaxandi fyrirtæki og við erum sífellt að leita að fleira fólki til að bætast í starfsmannahópinn.
AÞ-Þrif is one of the largest cleaning service in Iceland, with 250 employees and serves private and public companies and building contractors. AÞ-Þrif is expanding and we are always looking for good employees to join our lively workplace.

Mannauðsstjóri (tímabundið 16.mánaða starf)
AÞ-Þrif leitar að mannauðsstjóra (100%) – tímabundið starf vegna fæðingarorlofs (18. mánuðir)
AÞ-Þrif óskar eftir öflugum og drífandi mannauðsstjóra til að leiða mannauðssvið fyrirtækisins á meðan starfsmenn sviðsins eru í fæðingarorlofi. Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga á mannauðsmálum, sem hefur frumkvæði, metnað og getu til að hrinda hugmyndum í framkvæmd í lifandi og fjölbreyttu starfsumhverfi. Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á að efla starfsmenningu, hlúa að fólki og skapa virðingu og jákvætt viðmót á vinnustaðnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýra og viðhalda mannauðsstefnu fyrirtækisins í samræmi við markmið AÞ-Þrif.
- Veitir ráðgjöf og stuðning til stjórnenda og starfsmanna í mannauðsmálum.
- Halda utan um ráðningarferli, móttöku nýrra starfsmanna og fræðslumál.
- Vinna að starfsmannasamtölum, starfsánægju og starfsþróun.
- Tryggja góða upplýsingamiðlun og samskipti innan fyrirtækisins.
- Skipulagning og framkvæmd árlegra viðburða og annara verkefna svo sem starfsmannadaga, viðurkenningaviðburða og árangurstengdra verkefna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í mannauðsstjórnun, sálfræði eða viðskiptafræði.
- Reynsla af mannauðsstjórnun eða sambærilegu starfi er skilyrði.
- Frábær samskiptahæfni og færni í að byggja upp traust og jákvæð samskipti.
- Skipulögð, lausnamiðuð og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð tölvufærni og góð tök á ensku og íslensku í töluðu og rituðu máli. Önnur tungumál kostur.
Auglýsing birt22. október 2025
Umsóknarfrestur11. nóvember 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skeiðarás 12, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
KjarniMannauðsstjórnunMannleg samskiptiRáðningarStarfsmannahald
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi
Héðinn

Director Line Maintenance
Air Atlanta Icelandic

Mannauðsfulltrúi
Veritas

Deildarstjóri upplýsinga- og samskiptamála hjá Uppbyggingarsjóði EES í Brussel
Financial Mechanism Office (FMO)

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Trúir þú því að árangur sé í fólkinu falinn?
Attentus

Deildarstjóri skipulags-, umhverfis- og byggingardeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Mannauðssérfræðingur / People Partner
Teya Iceland

Deildarstjóri teiknistofu
Norðurorka hf.

Deildarstjóri þjónustu
Norðurorka hf.

Mótastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands (RÍSÍ)
Rafíþróttasamband Íslands