
Trúir þú því að árangur sé í fólkinu falinn?
Ef svo er, þá gætir þú vel átt heima í Attentus teyminu.
Við erum að leita að liðsfélaga sem hefur jákvæðni að leiðarljósi, hugsar í lausnum og hefur drifkraft til að ná árangri í krefjandi og fjölbreyttum verkefnum í samvinnu við öflugt mannauðsteymi Attentus.
Ef þú hefur brennandi áhuga á mannauðsmálum, umbótum, tækni og tölfræði þá gæti þetta verið starfið fyrir þig.
Attentus leggur áherslu á fagþekkingu og metnað starfsfólks. Vinnuumhverfið er sveigjanlegt og býður upp á einstakt tækifæri til að vaxa faglega. Þú munt vinna að fjölbreyttum verkefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum en að jafnaði vinnum við fyrir um 200 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á ári hverju.
Frekari upplýsingar um starfið og fyrirtækið veitir Hrefna Thoroddsen, framkvæmdastjóri Attentus, [email protected].

