Sýn
Sýn
Sýn

Mannauðsráðgjafi (HRBP)

Ertu með brennandi áhuga á mannauðsmálum og nýtur þess að vinna með fólki? Við leitum að metnaðarfullum mannauðsráðgjafa sem vill taka virkan þátt í að móta framúrskarandi vinnustaðarmenningu og styðja stjórnendur í daglegu starfi.

Hjá fyrirtækinu starfar fólk úr ólíkum geirum og í afar fjölbreyttum störfum. Mannauðsráðgjafar Sýnar vinna þétt með stjórnendum og þeirra teymum en í starfinu felst alhliða mannauðsráðgjöf.

Nýr mannauðsráðgjafi mun taka þátt í að viðhalda og efla faglegt mannauðsstarf innan félagsins og taka þátt í að búa til framúrskarandi vinnustað.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf og samskipti. Alhliða mannauðsráðgjöf í félaginu og fyrsti snertipunktur stjórnanda á ákveðnum sviðum.
  • Ferlaumbætur. Viðhalda og þróa mannauðsferla til að auka skilvirkni og ánægju starfsmanna.
  • Jafnlaunavottun. Umsjón með undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni tengt jafnlaunavottun félagsins.
  • Önnur verkefni. Taka þátt í fjölbreyttum mannauðsverkefnum sem stuðla að framúrskarandi vinnustaðamenningu.
Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum að einstaklingi sem:

  • hefur 3–5 ára reynslu af mannauðsstarfi, helst sem business partner með stjórnendum.
  • býr yfir háskólamenntun í mannauðsstjórnun, vinnusálfræði eða tengdu sviði.
  • hefur mikinn áhuga á árangursríkri mannauðsstjórnun og vinnustaðamenningu.
  • er frábær í samskiptum, þjónustulundaður og lausnamiðaður.
  • sýnir frumkvæði, sjálfstæði og drifkraft í starfi.
Fríðindi í starfi

Við bjóðum:

  • Frábæra vinnufélaga
  • Framúrskarandi vinnuaðstöðu
  • Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
  • Framúrskarandi mötuneyti
  • Mjög góð starfsmannakjör
  • Öflugt starfsmannafélag og frábæra vinnustaðamenningu
Auglýsing birt29. ágúst 2025
Umsóknarfrestur10. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar