
Sýn
Sýn er leiðandi afl á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Hjá Sýn sameinum við það besta úr heimi tækni og afþreyingar og breytum hversdagsleikanum í upplifun. Það er betra að vera með Sýn – hvort sem þú ert að horfa, hlusta, vafra eða vinna.
Hjá Sýn leggjum við áherslu á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Það gerum við með því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Við viljum að fólki líði vel í vinnunni, upplifi sig sem hluta af sterkri liðsheild, fái útrás fyrir sköpunarþörf sína og tækifæri til að takast á við verkefni þar sem styrkleikar þeirra fá helst notið sín. Sýn vill þannig stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti starfsfólks og að starfsfólk sýni frumkvæði í starfi. Við trúum því að fyrirtækinu gangi best þegar starfsfólkið er upp á sitt BESTA.

Mannauðsráðgjafi (HRBP)
Ertu með brennandi áhuga á mannauðsmálum og nýtur þess að vinna með fólki? Við leitum að metnaðarfullum mannauðsráðgjafa sem vill taka virkan þátt í að móta framúrskarandi vinnustaðarmenningu og styðja stjórnendur í daglegu starfi.
Hjá fyrirtækinu starfar fólk úr ólíkum geirum og í afar fjölbreyttum störfum. Mannauðsráðgjafar Sýnar vinna þétt með stjórnendum og þeirra teymum en í starfinu felst alhliða mannauðsráðgjöf.
Nýr mannauðsráðgjafi mun taka þátt í að viðhalda og efla faglegt mannauðsstarf innan félagsins og taka þátt í að búa til framúrskarandi vinnustað.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf og samskipti. Alhliða mannauðsráðgjöf í félaginu og fyrsti snertipunktur stjórnanda á ákveðnum sviðum.
- Ferlaumbætur. Viðhalda og þróa mannauðsferla til að auka skilvirkni og ánægju starfsmanna.
- Jafnlaunavottun. Umsjón með undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni tengt jafnlaunavottun félagsins.
- Önnur verkefni. Taka þátt í fjölbreyttum mannauðsverkefnum sem stuðla að framúrskarandi vinnustaðamenningu.
Menntunar- og hæfniskröfur
Við leitum að einstaklingi sem:
- hefur 3–5 ára reynslu af mannauðsstarfi, helst sem business partner með stjórnendum.
- býr yfir háskólamenntun í mannauðsstjórnun, vinnusálfræði eða tengdu sviði.
- hefur mikinn áhuga á árangursríkri mannauðsstjórnun og vinnustaðamenningu.
- er frábær í samskiptum, þjónustulundaður og lausnamiðaður.
- sýnir frumkvæði, sjálfstæði og drifkraft í starfi.
Fríðindi í starfi
Við bjóðum:
- Frábæra vinnufélaga
- Framúrskarandi vinnuaðstöðu
- Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
- Framúrskarandi mötuneyti
- Mjög góð starfsmannakjör
- Öflugt starfsmannafélag og frábæra vinnustaðamenningu
Auglýsing birt29. ágúst 2025
Umsóknarfrestur10. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)

Mannauðsfulltrúi Sólheima ses.
Sólheimar ses

Mannauðsráðgjafi
Hafnarfjarðarbær

Mannauðsráðgjafi
Bílaumboðið Askja

Mannauðsráðgjafi með áhuga á gæða- og öryggismálum
Bílaumboðið Askja

Mannauðsráðgjafi í ráðninga- og nýliðunarteymi mannauðssviðs
Háskóli Íslands

Lögfræðingur á mannauðssviði Háskóla Íslands
Háskóli Íslands

Sviðsstjóri þjónustu og mannauðs
Sólar ehf

Sérfræðingur í mannauðsmálum
Olíudreifing