
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega þrettán þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn.
Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag.
Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði.
Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi.

Mannauðsráðgjafi í ráðninga- og nýliðunarteymi mannauðssviðs
Háskóli Íslands auglýsir laust starf mannauðsráðgjafa í ráðninga- og nýliðunarteymi mannauðssviðs Háskóla Íslands. Mannauðssvið mótar stefnu Háskóla Íslands í mannauðsmálum og veitir stjórnendum og öðru starfsfólki ráðgjöf og leiðbeiningar. Verkefni mannauðssviðs taka mið af stefnu Háskóla Íslands og markmið þess er að stuðla að hvetjandi starfsumhverfi sem laðar til sín metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Í þeim tilgangi að efla Háskóla Íslands sem menntastofnun og vinnustað er eitt meginhlutverk sviðsins að tryggja fagleg vinnubrögð í mannauðsmálum. Mannauðsráðgjafinn tilheyrir teymi sérfræðinga á sviði ráðninga og nýliðunar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur við ráðningar og nýliðun
- Ráðningar og umsýsla við atvinnu- og dvalarleyfi og móttöku erlends starfsfólks
- Móttaka og fræðsla nýliða
- Þróun ferla og aðferða við ráðningar, móttöku nýliða og þjónustu við erlent starfsfólk
- Þátttaka í umbótahópum um mannauðsmál
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf með áherslu á mannauðsstjórnun, vinnusálfræði, stjórnun eða skyldar greinar
- Reynsla af verkefnum sem tengjast mannauðsmálum er kostur
- Reynsla af ráðningum og móttöku nýliða er kostur
- Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
- Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfileikar, frumkvæði, drifkraftur og metnaður til þess að ná árangri í starfi
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Auglýsing birt5. september 2025
Umsóknarfrestur15. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiDrifkrafturFagmennskaFrumkvæðiMannauðsstjórnunMannleg samskiptiMetnaðurOpinber stjórnsýslaRáðningarSkipulagTextagerðTeymisvinnaÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (8)

Mannauðsfulltrúi Sólheima ses.
Sólheimar ses

Mannauðsráðgjafi
Hafnarfjarðarbær

Mannauðsráðgjafi
Bílaumboðið Askja

Mannauðsráðgjafi með áhuga á gæða- og öryggismálum
Bílaumboðið Askja

Lögfræðingur á mannauðssviði Háskóla Íslands
Háskóli Íslands

Sviðsstjóri þjónustu og mannauðs
Sólar ehf

Mannauðsráðgjafi (HRBP)
Sýn

Sérfræðingur í mannauðsmálum
Olíudreifing