Sýn
Sýn
Sýn

Deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu

Hefur þú ástríðu fyrir því að skapa einstaka upplifun fyrir viðskiptavini og byggja upp sterk viðskiptasambönd? Langar þig að leiða frábært teymi í lifandi heimi fjarskipta og fjölmiðlunar? Þá gæti starf deildarstjóra fyrirtækjaþjónustu Sýnar verið fyrir þig!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð og eftirfylgni með þjónustustigi og árangri á fyrirtækjasviði
  • Samskipti við lykilviðskiptavini á fyrirtækjamarkaði
  • Öflun og innleiðing nýrra viðskiptavina
  • Þátttaka í mótun og eftirfylgni með stefnu, markmiðum og fjárhagsáætlunum deildarinnar
  • Daglegur rekstur og umsjón með mannauðsmálum deildarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rík þjónustulund, frumkvæði og færni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af viðskiptastýringu og þjónustu nauðsynleg
  • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum mikill kostur
  • Greiningarfærni og hæfni í skýrri framsetningu upplýsinga
  • Umbótahugsun og hugmyndaauðgi
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
Fríðindi í starfi

Hvað höfum við að bjóða þér?

  • Frábæra vinnufélaga
  • Framúrskarandi vinnuaðstöðu
  • Spennandi verkefni
  • Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
  • Möguleika á starfsþróun
  • Mötuneyti á heimsmælikvarða
  • Internet- og farsímaáskrift auk sérkjara af sjónvarpsþjónustu
  • Árlegan heilsustyrk
  • Árlegan símtækjastyrk
  • Samgöngustyrk fyrir þá sem nýta sér vistvæna ferðamáta til og frá vinnu
  • Öflugt starfsmannafélag og frábæra vinnustaðamenningu
Auglýsing birt4. september 2025
Umsóknarfrestur11. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar