
Sýn
Sýn er leiðandi afl á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Hjá Sýn sameinum við það besta úr heimi tækni og afþreyingar og breytum hversdagsleikanum í upplifun. Það er betra að vera með Sýn – hvort sem þú ert að horfa, hlusta, vafra eða vinna.
Hjá Sýn leggjum við áherslu á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Það gerum við með því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Við viljum að fólki líði vel í vinnunni, upplifi sig sem hluta af sterkri liðsheild, fái útrás fyrir sköpunarþörf sína og tækifæri til að takast á við verkefni þar sem styrkleikar þeirra fá helst notið sín. Sýn vill þannig stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti starfsfólks og að starfsfólk sýni frumkvæði í starfi. Við trúum því að fyrirtækinu gangi best þegar starfsfólkið er upp á sitt BESTA.

Deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu
Hefur þú ástríðu fyrir því að skapa einstaka upplifun fyrir viðskiptavini og byggja upp sterk viðskiptasambönd? Langar þig að leiða frábært teymi í lifandi heimi fjarskipta og fjölmiðlunar? Þá gæti starf deildarstjóra fyrirtækjaþjónustu Sýnar verið fyrir þig!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð og eftirfylgni með þjónustustigi og árangri á fyrirtækjasviði
- Samskipti við lykilviðskiptavini á fyrirtækjamarkaði
- Öflun og innleiðing nýrra viðskiptavina
- Þátttaka í mótun og eftirfylgni með stefnu, markmiðum og fjárhagsáætlunum deildarinnar
- Daglegur rekstur og umsjón með mannauðsmálum deildarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund, frumkvæði og færni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af viðskiptastýringu og þjónustu nauðsynleg
- Reynsla af stjórnun og mannaforráðum mikill kostur
- Greiningarfærni og hæfni í skýrri framsetningu upplýsinga
- Umbótahugsun og hugmyndaauðgi
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
Fríðindi í starfi
Hvað höfum við að bjóða þér?
- Frábæra vinnufélaga
- Framúrskarandi vinnuaðstöðu
- Spennandi verkefni
- Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
- Möguleika á starfsþróun
- Mötuneyti á heimsmælikvarða
- Internet- og farsímaáskrift auk sérkjara af sjónvarpsþjónustu
- Árlegan heilsustyrk
- Árlegan símtækjastyrk
- Samgöngustyrk fyrir þá sem nýta sér vistvæna ferðamáta til og frá vinnu
- Öflugt starfsmannafélag og frábæra vinnustaðamenningu
Auglýsing birt4. september 2025
Umsóknarfrestur11. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Viðskiptastjóri á Akranesi
Landsbankinn

Viðskiptastjóri innviða á mannvirkjasviði
Samtök iðnaðarins

Viðskiptastjóri í birtingadeild
Birtingahúsið

Viðskipta- og verkefnastjóri
APRÓ

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Söluráðgjafi
Dagar hf.

Spennandi starf í fasteignaumsýslu
FSRE

Deildarstjóri Sölu og þjónustu ON
Orka náttúrunnar

Head of Service
Nordic Luxury

Deildarstjóri skipulags-, umhverfis- og byggingardeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Sala og viðskiptaþróun
Heimaleiga

Deildarstjóri í Heilbrigðislausnum
Icepharma