
Dagar hf.
Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980.
Við leggjum áherslu á að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar. Sérhæfing okkar byggir á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón og virðisaukandi vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.
Starfsemin teygir anga sína víða um land, Dagar eru með fastar starfsstöðvar á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ auk höfuðstöðva í Garðabæ.
Hjá Dögum starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt og verkvit til að létta viðskiptavinum sínum lífið.
Gildin okkar eru virðing, frumkvæði, ábyrgð og gæði.
Vinnustaðurinn
Hjá Dögum starfa um 800 einstaklingar af mismunandi þjóðernum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu.
Virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar. Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur, auka gæði og draga úr sóun ásamt forvitni okkar, frumkvæði og aga við að þróa nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir okkar kunna að meta.
Við leggjum áherslu á starfstengda fræðslu og frá fyrsta degi fær starfsfólk þjálfun sem leggur áherslu á öryggi og tryggir rétt handtök í einu og öllu.
Við vitum að ánægt starfsfólk er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum og þess vegna leggjum við áherslu á heilbrigt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi, góða þjálfun og hrós fyrir vel unnið verk. Við liðsinnum okkar fólki að eflast og ná árangri og erum stolt þegar við sjáum það blómstra í lífi og starfi.

Söluráðgjafi
Við leitum að kraftmiklum og þjónustulunduðum söluráðgjafa til að styrkja söluteymið okkar. Starfið felst í sölu á þjónustulausnum til nýrra og núverandi viðskiptavina, skipulagningu sölufunda og tilboðsgerðar ásamt því að byggja upp og viðhalda traustum viðskiptasamböndum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og öflun nýrra viðskiptavina.
- Uppbygging og sala á þjónustulausnum til núverandi og nýrra viðskiptavina Daga.
- Tilboðsgerð, samningagerð og eftirfylgni.
- Skipulagning og framkvæmd sölufunda og samantekt sölugagna.
- kynningar á þjónustu- og vöruframboði Daga.
- Viðhald og þróun á langtímasamböndum við viðskiptavini.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af sambærilegu starfi, helst í B2B-sölu og sölu á þjónustulausnum.
- Hæfni til að miðla upplýsingum á markvissan og grípandi hátt
- Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð.
- Jákvætt viðmót, drifkraftur og sjálfstæði í starfi.
- Góð tölvukunnátta og reynsla af notkun CRM-kerfa er kostur.
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði rituðu og töluðu máli.
- Hæfni til að starfa í teymi og leggja sitt af mörkum til jákvæðrar liðsheildar.
Auglýsing birt26. ágúst 2025
Umsóknarfrestur10. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lyngás 17, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Útkeyrsla & áfyllingar í verslanir – spennandi hlutverk hjá Kavita ehf.
Kavita ehf.

Einstaklingsráðgjafi
TM

Icewear Þingvöllum óskar eftir starfsfólki
ICEWEAR

Sölufulltrúar í verslun Stórhöfða 25 - Hlutastörf. Tilvalið fyrir skólafólk.
Eirberg - Stuðlaberg heilbrigðistækni

Starfsmaður í verslun Lágmúla
Ormsson ehf

Lagerstarfsmaður og afgreiðsla
Dekkjahöllin ehf

Sölufulltrúi
IKEA

Söluráðgjafi Ford atvinnubíla
Ford á Íslandi | Brimborg

Sölufulltrúi - Hlutastarf um helgar
Kúnígúnd

Join our team at Point - Keflavík Airport!
SSP Iceland

Sölufulltrúi - helgarstarf
Myllan

Söluráðgjafi Polestar rafbíla
Polestar á Íslandi | Brimborg