

Lyfjafræðingur í Lyfjaval Reykjanesi
Okkur langar að bæta við lyfjafræðingi í teymið okkar á Reykjanesi. Bílaapótekið á Reykjanesi opnaði árið 2023 og hefur stækkað jafnt og þétt síðan þá. Opnunartíminn verður aukin í 09:00 - 23:00 á næstunni og vinnutími getur verið sveigjanlegur, dagvinna, kvöld og helgar.
Flestir okkar lyfseðlar eru afgreiddir í gegnum bílalúguna sem er mjög þægilegur afgreiðslumáti. Viðskiptavinir upplifa meira næði við afgreiðsluna og lyfjafræðingurinn fær sömuleiðis gott rými til þess að veita ráðgjöf. Bílalúgan skapar einnig öruggara vinnuumhverfi fyrir okkar fagfólk. Á Reykjanesi er einnig verslun sem er opin virka daga frá kl. 09:00 - 18:00.
Lyfjaval leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf og aðrar heilsutengdar vörur, þar sem traust, fagmennska og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.
Umsóknarfrestur er til og með 31. október.
Nánanir upplýsingar veitir Tanja Veselinovic leyfishafi á Reykjanesi í tölvupóstinum [email protected].
- Fagleg ráðgjöf til viðskiptavina
- Samskipti við lækna og heilbrigðisstofnanir
- Þátttaka í innra gæðaeftirliti og umbótarverkefnum
- Háskólapróf í lyfjafræði
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, áreiðanleiki og skipulögð vinnubrögð
- Áhugi á að taka þátt í að efla starfsemi Lyfjavals
- Afsláttarkjör hjá Lyfjaval og tengdum félögum

