
Heilsa
Heilsa ehf. er leiðandi heildsali í heilsuvörum og lyfjum á Íslandi. Hjá Heilsu starfar samhentur hópur starfsfólks að því að koma gæðavörum í réttar hendur fljótt og örugglega.
Heilsa er dótturfélag Lyfju og hluti af Festi samstæðunni.

Lyfjafræðingur – Gæði & viðskiptaþróun
Heilsa ehf. óskar eftir metnaðarfullum og reynslumiklum lyfjafræðingi til starfa á lyfjasvið. Starfið sameinar daglega þátttöku í innflutningi og pökkun lyfja, gæðastjórnun og þróun gæðaferla, auk þess að veita tækifæri til að taka þátt í viðskiptaþróun og samstarfi við innlenda og erlenda aðila.
Viðkomandi verður lykilaðili í samstarfi við forstöðumann lyfjasviðs og starfar sem staðgengill ábyrgðarhafa (QP) í afleysingum.
Helstu verkefni
- Þátttaka í faglegum og rekstrarlegum verkefnum lyfjasviðs
- Tryggja að starfsemi sé í samræmi við lög, reglugerðir og GMP/GDP kröfur
- Þróa og viðhalda gæðaferlum og skjalfestingu
- Taka virkan þátt í daglegum verkefnum tengdum lyfjainnflutningi og pökkun
- Rækta og styrkja samskipti við viðskiptavini, birgja, eftirlitsstofnanir og skráningarfyrirtæki
- Styðja við leit að nýjum viðskiptatækifærum og þátttaka í samningaviðræðum
- Starfa sem staðgengill ábyrgðarhafa í afleysingum, í samræmi við reglur og þjálfun
Hæfniskröfur
- Háskólapróf í lyfjafræði með starfsleyfi á Íslandi
- Reynsla af heildsöluinnflutningi lyfja er mikill kostur
- Góð þekking á gæðaferlum og GMP/GDP
- Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð
- Reynsla af samskiptum við birgja og samstarfsaðila – viðskiptaþróun er kostur
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
- Sjálfstæði, frumkvæði og hæfni til að vinna í teymi
Við bjóðum
- Fjölbreytt og krefjandi starf með mikilli faglegri ábyrgð
- Tækifæri til að taka þátt í vexti og þróun fyrirtækisins
- Nánara samstarf við reynslumikið fagteymi og stjórnendur
- Samkeppnishæf laun og starfskjör. Afsláttarkjör hjá Lyfju, Krónunni, N1 og Elko.
- Aðgangur að velferðarþjónustu og styrkur til heilsueflingar
- Vinnutími, virkir dagar 100% starf, starfið krefst aðila sem getur ferðast
Nánari upplýsingar veitir Elvar Örn Kristinsson, faglegur forstöðumaður lyfjasviðs, [email protected].
Auglýsing birt14. október 2025
Umsóknarfrestur24. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Bæjarflöt 1-3 1R, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)