
Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.

Lögfræðingur í regluvörslu
Regluvarsla Arion samstæðunnar leitar að öflugum lögfræðingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum sem tengjast lagaumgjörð fjármálamarkaðarins. Hlutverk regluvörslu er að fylgja því eftir að starfsemin sé í samræmi við viðeigandi lög, veita ráðgjöf varðandi mótun á innra verklagi og sinna fræðslu gagnvart starfsfólki.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit og ráðgjöf vegna lagaskilyrða sem gilda um starfsemi samstæðunnar.
- Þátttaka og ráðgjöf vegna innleiðingu nýrrar löggjafar.
- Ritun álitsgerða og minnisblaða og mótun innra verklags.
- Ráðgjöf og fræðsla til starfsfólks.
- Samskipti við stjórnvöld og aðra hagaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistaranám á sviði lögfræði eða sambærileg menntun.
- Starfsreynsla á fjármálamarkaði eða sambærilegum störfum.
- Framúrskarandi samskiptahæfni, lausnamiðað og jákvætt viðmót.
- Sjálfstæð vinnubrögð, greiningarfærni og frumkvæði í starfi.
- Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
Auglýsing birt7. nóvember 2025
Umsóknarfrestur23. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (5)




