
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið
Mannauðs- og starfsumhverfissvið hefur yfirumsjón með mannauðsmálum Reykjavíkurborgar og styður við stefnu og megináherslur borgaryfirvalda.
Starfsfólk sviðsins hefur umsjón og eftirlit með framkvæmd mannauðsstefnu, tryggir samræmi í framkvæmd og veitir stjórnendum ráðgjöf. Auk þess annast sviðið mannauðsþjónustu fyrir miðlæga stjórnsýslu í Ráðhúsi og annast gerð kjarasamninga. Auk þess leggur sviðið ríka áherslu á stöðugt og gott samstarf við stjórnendur og mannauðsþjónustu sviða með það að markmiði að auka skilvirkni og gæði þjónustunnar og leggja grunn að góðri vinnustaðamenningu.

Launaráðgjafi á launaskrifstofu Reykjavíkurborgar
Mannauðs- og starfsumhverfissvið Reykjavíkurborgar óskar eftir kraftmiklum og lausnamiðuðum einstakling í starf launaráðgjafa. Leitað er að jákvæðum og nákvæmum liðsfélaga með góða samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Unnið er með mannauðs- og launakerfið SAP.
Launaskrifstofu Reykjavíkurborgar sinnir launavinnslu fyrir Reykjavíkurborg og sér m.a. um:
- Greiðslu launa og launatengdra gjalda
- Skil á staðgreiðslu launa
- Ráðgjöf til stjórnenda og mannauðsráðgjafa
- Fræðslu og gæðaeftirlit vegna launavinnslu og meðhöndlunar launagagna
- Eftirlit með framkvæmd kjarasamninga auk fleiri verkefna
Skrifstofan er staðsett í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skráning og yfirferð ráðninga- og launagagna
- Eftirlit með rafrænni skráningu
- Eftirlit með framkvæmd kjarasamninga
- Leiðbeiningar og ráðgjöf til stjórnenda vegna launa- og viðverukerfa
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af launavinnslu og þekking á kjarasamningum er kostur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
- Góð almenn tölvukunnátta
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
Fríðindi í starfi
- Niðurgreitt mötuneyti
- 30 daga í sumarleyfi
- 36 stunda vinnuviku
- Heilsu- og samgöngustyrkur
- Sundkort
- Menningakort
Auglýsing birt17. september 2025
Umsóknarfrestur30. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FagmennskaLaunavinnslaMannleg samskiptiNákvæmniOpinber stjórnsýsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfskraftur afgreiðslu í Fellabæ
Frumherji hf

Quality Specialist
Controlant

Skrifstofustarf í útflutningsdeild
Smyril Line Ísland ehf.

Brennur þú fyrir þjónustu?
Dekkjasalan

Þjónustufulltrúi fyrirtækja
Síminn

Starfsmaður á lager á skurðstofum við Hringbraut
Landspítali

Innheimtu- og þjónustufulltrúi
Félagsstofnun stúdenta

Verkefnastjóri æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála
Þingeyjarsveit

Aðstoðamaður í móttöku og skoðunarsal, Reykjanesbæ
Aðalskoðun hf.

Operations Manager
BusTravel Iceland ehf.

Aðstoðarmaður ráðgjafa viðhalds og mannvirkja
Verksýn

Sérfræðingur hjá Teya
Teya Iceland