Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið

Launaráðgjafi á launaskrifstofu Reykjavíkurborgar

Mannauðs- og starfsumhverfissvið Reykjavíkurborgar óskar eftir kraftmiklum og lausnamiðuðum einstakling í starf launaráðgjafa. Leitað er að jákvæðum og nákvæmum liðsfélaga með góða samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Unnið er með mannauðs- og launakerfið SAP.

Launaskrifstofu Reykjavíkurborgar sinnir launavinnslu fyrir Reykjavíkurborg og sér m.a. um:

  • Greiðslu launa og launatengdra gjalda
  • Skil á staðgreiðslu launa
  • Ráðgjöf til stjórnenda og mannauðsráðgjafa
  • Fræðslu og gæðaeftirlit vegna launavinnslu og meðhöndlunar launagagna
  • Eftirlit með framkvæmd kjarasamninga auk fleiri verkefna

Skrifstofan er staðsett í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skráning og yfirferð ráðninga- og launagagna
  • Eftirlit með rafrænni skráningu
  • Eftirlit með framkvæmd kjarasamninga
  • Leiðbeiningar og ráðgjöf til stjórnenda vegna launa- og viðverukerfa
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af launavinnslu og þekking á kjarasamningum er kostur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreitt mötuneyti
  • 30 daga í sumarleyfi
  • 36 stunda vinnuviku
  • Heilsu- og samgöngustyrkur
  • Sundkort
  • Menningakort
Auglýsing birt17. september 2025
Umsóknarfrestur30. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar