Land og skógur
Land og skógur

Launa- og bókhaldsfulltrúi

Land og skógur leitar að metnaðarfullum, drífandi og útsjónarsömum einstaklingi í starf launa- og bókhaldsfulltrúa sem kemur að verkefnum sem snúa að launavinnslu, bókhaldi og sinnir einnig öðrum verkefnum á Fjármálasviði. Um er að ræða spennandi starf í lifandi starfsumhverfi. Land og skógur er með starfsstöðvar um allt land og æskilegasta starfsstöð fyrir launa- og bókhaldsfulltrúa er á Egilsstöðum en er þó ekki skilyrði.

Fjármálasvið sinnir m.a. launavinnslu, bókhaldi, eignaumsjón, styður við stjórnendur og starfsfólk og vinnur markvisst að því að skapa jákvætt starfsumhverfi. Umsækjendur þurfa að hafa gaman af því að vinna í teymi.

Land og skógur er þekkingarstofnun sem hefur það meginmarkmið að bæta gróður- og jarðvegsauðlindir þjóðarinnar og stuðla að sjálfbærri landnýtingu, með áherslu á náttúrumiðaðar lausnir. Stofnunin skal vakta auðlindirnar, stuðla að aukinni þekkingu auk þess að virkja og fræða almenning og hagsmunaaðila.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn launavinnsla í mannauðskerfi Orra og Vinnustund.

  • Upplýsingagjöf varðandi launavinnslu og kjaratengd mál.

  • Bókun reikninga í fjárhagsbókhald Orra og eftirfylgni með samþykkt reikninga.

  • Samantekt fjárhagsupplýsinga og skýrslugerð.

  • Samskipti við starfsfólk stofnunarinnar og viðskiptavini.

  • Önnur tilfallandi verkefni á fjármálasviði.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Viðurkenndur bókari eða sambærileg menntun er skilyrði.

  • Þekking á launakerfi Orra og Vinnustund er skilyrði.

  • Þekking og reynsla af launavinnslu, kjaramálum og bókhaldi.

  • Þekking á túlkun kjara- og stofnanasamninga er kostur.

  • Góð kunnátta og færni í Excel.

  • Góð íslenskufærni, nákvæm og öguð vinnubrögð.

  • Rík þjónustulund, jákvæðni og samskiptahæfni.

  • Frumkvæði og sjálfstæði.

Auglýsing birt22. október 2025
Umsóknarfrestur3. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Nákvæmni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar