Akureyri
Akureyri
Akureyri

Glerárskóli: Aðstoðarmatráður

Í Glerárskóla á Akureyri er laus staða aðstoðarmatráðs skólans. Um er að ræða 92,1% stöðu með vinnutíma frá kl. 8:00 – 15:00. Ráðið verður í starfið frá janúar 2026 og út skólaárið með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Í skólanum eru um 300 nemendur og um 60 starfsmenn.

Glerárskóli vinnur samkvæmt hugmyndafræði jákvæðs aga og Olweusar. Skólinn er Grænfánaskóli og stundar úti- og grenndarkennslu auk þess að leggja áherslu á læsi, leiðsagnarnám og teymisvinnu. Skólinn er Erasmus+ vottaður.
Glerárskóli er hnetulaus skóli.

Einkunnarorð skólans eru HUGUR-HÖND-HEILBRIGÐI

Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn www.glerarskoli.is

Leitað er að hugmyndaríkum einstaklingi sem á auðvelt með að sýna sveigjanleika, hafa frumkvæði, sem hefur mikinn metnað fyrir mötuneyti skólans, á auðvelt með öll samskipti og sem leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við aðra starfsmenn og stjórnendur skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða matráð við gerð og framreiðslu matar
  • Útbúa mat fyrir starfsfólk og nemendur
  • Útbúa síðdegishressingu fyrir nemendur í frístund
  • Sjá um frágang og uppvask eftir máltíðir
  • Dagleg þrif í eldhúsi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking á gerð og framreiðslu matar
  • Reynsla af starfi í mötuneyti t.d. í skóla er æskileg
  • Nám sem nýtist í starfi er kostur
  • Áhugi á framreiðslu matar og öllu sem honum tengist
  • Áhugi á að starfa með börnum og starfsfólki mötuneytis undir stjórn matráðar
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og samstarfsvilji
  • Jákvæðni, stundvísi og sveigjanleiki
  • Reglusemi og samviskusemi
  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samræmist starfinu.
Auglýsing birt26. nóvember 2025
Umsóknarfrestur10. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Höfðahlíð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar