Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Frístundaleiðbeinandi við Eskifjarðarskóla

Laus er til umsóknar staða frístundaleiðbeinanda við Eskifjarðarskóla. Starfið er í lengdri viðveru, Dvölinni eftir hádegi. Við Eskifjarðarskóla starfar samhentur hópur starfsfólks. Við skólann starfa 38 starfsmenn og í skólanum eru um 140 nemendur.

Í Eskifjarðarskóla eru 140 nemendur í 1. til 10. bekk, lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, vellíðan nemenda og góð samskipti. Leitað er að metnaðarfullum og skapandi einstaklingum sem tilbúnir eru að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks. Í skólanum eru einnig til húsa: tónlistarskólinn, bókasafn bæjarins, elsta deild leikskólans og frístundin.

Einkunnarorð skólans eru: áræði, færni, virðing og þekking.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar yfirmann frístundar við dagleg störf í frístund
  • Hjálpar nemendum við að skipuleggja og framkvæma ýmis þroskandi verkefni
  • Gefur nemendum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt inni sem úti
  • Aðstoðar nemendur í kaffi-og matartímum
  • Gætir fyllsta öryggis í vinnu með nemendum og forðast þær aðstæður sem geta reynst geta hættulegar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Færni í að eiga gott samstarf við stjórnendur og samstarfsmenn.
Fríðindi í starfi
  • Íþrótta- og tómstundarstyrkur
Auglýsing birt16. maí 2025
Umsóknarfrestur3. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar