
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Tónlistarkennarar óskast
Við Tónlistarskóla Fjarðabyggðar vantar tónlistarkennara til að kenna á gítar og bassa í u.þ.b. 60% stöðu. Aðalstarfsstöð verður á Fáskrúðsfirði.
Einnig vantar tónlistarkennara í 100% stöðu sem gæti kennt á píanó í tónlistarskóla og tónmennt í grunnskóla. Starfið yrði u.þ.b. 50% í hefðbundinni píanókennslu og 50% sem tónmenntakennari í grunnskóla en á vegum tónlistarskólans. Aðalsstarfstöð verður í Neskaupstað.
Ráðið er í störfin frá 1. ágúst 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla nemenda í samræmi við þarfir þeirra og samkvæmt aðalnámskrá og skólanámskrá.
- Undirbúningur nemenda fyrir próf, tónleika, tónfundi, sýningar og aðra tónlistarviðburði.
- Skipulag og utanumhald á kennslu eigin nemenda.
- Samskipti við forráðamenn og samstarfsfólk.
- Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd tónleika og annarra tónlistarviðburða.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Tónlistarkennaramenntun, tónmenntakennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi
- Færni í mannlegum samskiptum
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt5. maí 2025
Umsóknarfrestur20. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (11)

Skólaliði við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Starfsmaður í þjónustu- og framkvæmdamiðstöð Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð

Deildarstjóri, Leikskólinn Kæribær, Fáskrúðsfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Leikskólann Kærabæ, Fáskrúðsfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Leikskólann Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Deildarstjóri Leikskólinn Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Kennari við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Kennari fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál, ÍSAT
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Sérkennari við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð
Sambærileg störf (12)

Grunnskólakennari - Hólmavík
Sveitarfélagið Strandabyggð

Deildarstjóri á Lækjarbrekku – Hólmavík
Sveitarfélagið Strandabyggð

Grunnskólakennari - Hólabrekkuskóli
Hólabrekkuskóli

Kennari í stoðþjónustu Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Sérkennari á yngsta stig - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Skólaliði við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Heilsuleikskólinn Asparlaut - Deildarstjóri
Reykjanesbær

Myndmenntakennari– Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær

Sérkennari - Grunnskólinn í Borgarnesi
Borgarbyggð

Leikskólakennari óskast í spennandi störf
Kópasteinn

Umsjónarkennarar - Grunnskólinn í Borgarnesi
Borgarbyggð