Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari við Eskifjarðarskóla

Eskifjarðarskóli leitar eftir umsjónarkennara á yngsta stigi skólaárið 2025-2026. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst n.k.

Í Eskifjarðarskóla eru 140 nemendur í 1. til 10. bekk, áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti, vellíðan nemenda og góð samskipti. Leitað er að metnaðarfullum og skapandi einstaklingum sem eru tilbúnir að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks. Í skólanum eru einnig til húsa: tónlistarskólinn, bókasafn bæjarins, elsta deild leikskólans og frístundin.

Einkunnarorð skólans eru: Áræði, færni, virðing og þekking.

Lögð er áhersla á skemmtilegt og skapandi skólastarf, leiðsagnarnám, samvinnu og sameiginlega ábyrgð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast kennslu nemenda, undirbúning og námsmat í samstarfi og samráði við aðra kennara, skólastjórnendur og foreldra
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í þróunarverkefnum innan hans
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
  • Jákvæðni, lipurð og færni í samskiptum
  • Faglegur metnaður og frumkvæði
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Auglýsing birt1. apríl 2025
Umsóknarfrestur13. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar