Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Forstöðumaður frístundar við Nesskóla

Við Nesskóla er laus staða forstöðumanns Vinasels sem er frístund fyrir nemendur á yngsta stigi skólans, um er að ræða 60%. Ráðið er í starfið til eins árs frá og með 1.ágúst 2025 með möguleika á framtíðar ráðningu.

Í skólanum eru um 200 börn í 1. - 10. bekk. Leitað er að einstakling með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við kennara, foreldra og stjórnendur skólans.

Neskaupstaður er í Fjarðabyggð. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingamöguleika.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfsmaður sér um skipulag daglegs starfs Vinasels
  • Sér um gerð reikninga
  • Sér um innkaup á mat fyrir miðdegishressingu
  • Kappkostar að eiga gott samstarf og samskipti við þjónustunotendur og fjölskyldur þeirra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Viðkomandi þarf að vera orðinn 18. ára
  • Menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg
  • Góð íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Góðir skipulagshæfileikar.
  • Ábyrgð og stundvísi.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og framkomu.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.
Auglýsing birt1. apríl 2025
Umsóknarfrestur6. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar