Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Félagsráðgjafi á fjölskyldusvið

Við leitum að áhugasömum og jákvæðum einstaklingi til að taka þátt í mikilvægum verkefnum á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar. Í sveitarfélaginu er lögð áhersla á þverfaglegt samstarf og framsækið starf.

Félagsráðgjafi á fjölskyldusviði vinnur í samstarfi við aðra starfmenn á sviðinu og sinnir öllum málaflokkum teymisins s.s. barna, ungmenna og fjölskyldna, einstaklingum 18 ára og eldri, eldra fólks, fatlaðs fólks, flóttafólks, innflytjenda og annarra viðkvæmra málaflokka.

Um er að ræða 100% stöðu.

Í sveitarfélaginu Fjarðabyggð búa um 5.500 íbúar.

Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Er ráðgjafi og fer með ábyrgð á einstaklings- og fjölskyldumálum sem sækja um fjárhagsaðstoð eða félagslega ráðgjöf.
  • Þátttaka í umbótastarfi út frá stefnu sveitarfélagsins, félagsþjónustulögum, lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og lögum um málefni fólks með langvarandi stuðningsþarfir.
  • Málstjórn í samþættri þjónustu í þágu farsældar barna.
  • Barnaverndarmál.
  • Þátttaka í ýmiskonar teymisvinnu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi sem félagsráðgjafi skilyrði eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi kostur.
  • Þekking og reynsla af starfi í þeim málaflokkum sem taldir voru upp hér að ofan er æskileg.
  • Reynsla og þekking á meginverkefnum velferðarþjónustu er æskileg.
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi er nauðsynlegt.
  • Hæfni í þverfaglegri teymisvinnu er mikilvæg.
  • Þekking á kerfunum Onecrm, Office365 og fjárhagsaðstoðarkerfi sveitarfélaganna (Veitur) er kostur.
Auglýsing birt9. apríl 2025
Umsóknarfrestur1. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (24)