Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar

Deildarstjóri óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ

Mosfellsbær leitar að öflugum og framsæknum deildarstjóra til að koma inn í öflugt stjórnendateymi í búsetukjarna við Þverholti.

Í Þverholti búa einstaklingar með fötlun og er þeim veitt einstaklingsmiðuð þjónusta og áhersla lögð á að auka víðsýni þeirra og félagslega virkni. Starfsfólk vinnur eftir þjónandi leiðsögn, hugmyndafræði um sjálfstætt líf sem og þjónustu- og starfsáætlunum. Búsetukjarninn sinnir einnig utankjarnaþjónustu á 4 heimilum í Mosfellsbæ.

Deildarstjóri mun taka þátt í og leiða uppbyggingu á kjarnanum, þar á meðal koma að ráðningum starfsfólks og þjálfun þess, skipulagningu teymisvinnu, vaktaskýrslugerð og samskiptum við íbúa og aðstandendur. Deildarstjóri mun sjá um afleysingar fyrir forstöðumann.

Deildarstjóri vinnur eftir lögum og reglugerðum í þjónustu við fatlað fólk sem eiga við, sem og stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum og tryggir að allt starfsfólk vinni eftir sömu fyrirmælum.

Deildarstjóri leggur sig fram við að skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum til aukinnar velferðar fyrir íbúana.

Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsfólks í daglegu lífi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skipuleggja faglegt starf í samráði við forstöðumann

Koma að starfsmannamálum heimilisins og vaktaskýrslugerð

Leiða innra starf á heimilinu og í utankjarnaþjónustu í samráði við forstöðumann

Bera ábyrgð á að starfsmenn vinni eftir hugmyndafræði Mosfellsbæjar í málaflokki fatlaðs fólks, stuðli að valdeflingu íbúa og veiti þeim góða þjónustu í samræmi við þau lög, reglur og alþjóðlegar skuldbindingar sem um starfssemina gilda og kröfulýsing kjarnans segir til um

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda
  • Reynsla af og metnaður fyrir starfi með fötluðu fólki
  • Góð tölvukunnátta og reynsla af notkun á skipulags- og vaktavinnuforritum svo sem Vinnustund, Vinnu, Memaxi og Outlook er æskileg
  • Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
  • Mikil hæfni í samskiptum og leiðtogahæfileikar
  • Reynsla af skipulagi faglegs starfs er kostur
  • Reynsla af starfsmannahaldi er kostur
  • Reynsla af bókhaldi er kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Þekkingu á hugmyndafræði sjálfstæðs lífs, þjónandi leiðsagnar og valdeflingar
  • Framúrskarandi íslenskukunnátta
  • Krafa er gerð um bílpróf
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt23. apríl 2025
Umsóknarfrestur7. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Þverholt 19, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar