Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf í íbúðakjarna í Þorláksgeisla

Við auglýsum eftir áhugasömu sumarstarfsfólki til starfa í íbúðakjarna í Grafarholti. Til greina kemur bæði fullt starf og hlutastarf. Starfið er vaktavinna og unnið er á blönduðum vöktum.

Starfið er bæði krefjandi og skemmtilegt og felst í aðstoð við ungt fólk með einhverfu. Í íbúðakjarnanum búa fimm einstaklingar á aldrinum 23-31 árs með einhverfu og skyldar raskanir.

Unnið er samkvæmt hugmyndafræði um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.

Viðkomandi þarf að vera orðinn 21 árs, með bílpróf og hreint sakavottorð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Markmiðið er að tryggja lífsgæði íbúa og styðja þá til sjálfstæðis.
  • Leitast er við að einstaklingsmiða þjónustuna og aðlaga hana að þörfum íbúa á hverjum tíma.
  • Í starfinu felst stuðningur við allar athafnir daglegs lífs.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
  • Góð almenn menntun.
  • Reynsla af starfi með fötluðum æskileg.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði.
  • Framtakssemi, áreiðanaleiki, heiðarleiki og jákvæðni í starfi.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar.
  • Ökuréttindi.
Auglýsing birt25. apríl 2025
Umsóknarfrestur11. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Þorláksgeisli 2-4 2R, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar