Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í endurhæfingarteymi

Heimaþjónusta Vesturmiðstöðvar leitar að öflugum teymisstjóra í þverfaglegt teymi sem veitir endurhæfingu í heimahúsi.

Reykjavíkurborg veitir samþætta heimaþjónustu sem samanstendur af félagslegri heimaþjónustu og heimahjúkrun og nú einnig endurhæfingu í heimahúsi. Hugmyndafræði endurhæfingar í heimahúsi byggist á þverfaglegri endurhæfingu inn á heimili íbúans þar sem áhersla er lögð á hjálp til sjálfshjálpar. Þjónustan er tímabundin og ætluð þeim sem eru að kljást við færniskerðingu og þurfa heimaþjónustu.

Endurhæfingarteymið samanstendur af iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi, sjúkraþjálfara/íþróttafræðingi, sjúkraliðum og félagsliðum. Teymið veitir persónumiðaða þjónustu þar sem endurhæfingaráætlun byggist á þörfum íbúans og hefur það markmið að styðja og styrkja færni, auka bjargráð og virkja samfélagsþátttöku. Hugmyndafræðin kemur frá Norðurlöndunum og er stuðst við Fredericia hugmyndafræðina frá Danmörku.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun, skipulagning og umsjón með endurhæfingarteymi. Ábyrgð á að þjónustan sé samkvæmt hugmyndafræði endurhæfingar í heimahúsi.
  • Yfirsýn yfir þarfir notenda í hverfinu.
  • Þjálfun, ráðgjöf, stuðningur og eftirfylgni.
  • Þróun og þátttaka í þverfaglegu starfi og faglegri uppbyggingu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt starfsleyfi í iðjuþjálfun.
  • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi æskileg.
  • Reynsla og þekking af störfum við endurhæfingu.
  • Reynsla af stjórnun æskileg.
  • Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs og teymisvinnu.
  • Góð samskiptafærni, tölvufærni og skipulagsfærni.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
  • Íslenskukunnátta B-2 eða hærra ( í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing birt23. apríl 2025
Umsóknarfrestur7. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lindargata 59, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar