Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Sérkennari - Grunnskólinn í Borgarnesi

Grunnskólinní Borgarnesi óskar eftir að ráða sérkennara á miðstigi fyrir skólaárið 2025-2026.

Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli með um 340 nemendur og 60 starfsmenn. Góður starfsandi og jákvæð samskipti einkenna starfsmannahópinn og er vellíðan nemenda og starfsfólks ávallt höfð að leiðarljósi. Skólinn vinnur eftir stefnu Uppeldis til ábyrgðar þar sem áhersla er lögð á velferð nemenda. Skólinn er teymiskennsluskóli og er í innleiðingarferli á leiðsagnarnámi.

Gildi skólans eru sjálfstæði, ábyrgð, virðing og samhugur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast sérkennslu á miðstigi
  • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Stuðla að velferð og öryggi nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Vinna samkvæmt stefnu og gildum skólans
  • Foreldrasamskipti og samvinna heimilis og skóla
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
  • Þekking og hæfileikar til að vinna að framsæknu skólastarfi
  • Jákvæðni og faglegur matnaður
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Íslenskukunnátta á stigi C2 samkvæmt samevrópska matskvarðanum
Fríðindi í starfi
  • Afsláttur af árskorti í íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar
  • Afsláttur hjá Símanum
  • Afsláttur á bókasafninu
Auglýsing birt9. maí 2025
Umsóknarfrestur23. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Gunnlaugsgata 13, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar