
Leikskólinn Suðurborg
Leikskólinn Suðurborg er til húsa að Suðurhólum 19 í Reykjavík. Leikskólinn starfar í tveimur byggingum og rúmar önnur þeirra eina deild en hin 6 deildir auk sameiginlegra rýma. Leikskólinn tók formlega til starfa janúar 1979 og var þá þriggja deilda dagheimili með rými fyrir 72 börn. Leikskólinn hefur stækkað ört og er nú 6 deilda með rými fyrir 106 börn á aldrinum eins til sex ára. Boðið er upp á breytilegan dvalartíma þ.e. frá 4 og upp í 9 tíma vistun. Leikskólinn er opinn 7:30 til 16.30. Markmið leikskólans er að efla sjálfstæði hvers barns og skila því öruggu út í framtíðina. Þetta gerum við með því að vinna markvisst eftir tveimur kenningum sem eru í senn ólíkar en jafn mikilvægar í leik og starfi með börnum.

Sérkennsla í leikskólanum Suðurborg
Laust er til umsóknar starf við sérkennslu í leikskólanum Suðurborg. Í leikskólanum starfar teymi þroskaþjálfa og annara fagmenntaðra starfsmanna við atferlisíhlutun barna með einhverfu. Leikskólinn Suðurborg er sérhæfður á þessu sviði og ráðgjafaskóli þegar kemur að atferlisíhlutun. Viðkomandi mun starfa í sérkennsluteymi leikskólans undir leiðsögn sérkennslustjóra og ráðgjafa frá þjónustumiðstöð.
Suðurborg er 6 deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á stuðning við jákvæða hegðun, sterka félagsfærni og að efla mál og læsi.
Starfið er laust nú þegar. Um er að ræða ótímabundið starf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Rún Gylfadóttir í síma 411-3220 og tölvupósti [email protected]
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir í samstarfi við sérkennslustjóra og fylgja henni eftir.
- Að veita barni viðeigandi leiðsögn og stuðning í starfi leikskólans.
- Að vinna eftir aðferðum atferlisíhlutunar.
- Að leggja inn PECS boðskiptakerfi.
- Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og ráðgjafa.
- Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu og öðrum störfum innan leikskólans sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þroskaþjálfamenntun, leikskólasérkennaramenntun, sálfræðimenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af sérkennslu æskileg.
- Þekking á atferlisíhlutun kostur.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
- Góð íslenskukunnátta.
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
- Heilsuræktarstyrkur
- Menningarkort bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
Auglýsing birt16. maí 2025
Umsóknarfrestur31. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurhólar 19, 111 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMetnaðurSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Aðstoðarleikskólastjóri í Læk
Lækur

Skólastjóri í Patreksskóla
Vesturbyggð

Skólastjóri í Tálknafjarðarskóla
Vesturbyggð

Fagstjóri í hreyfingu
Leikskólinn Sumarhús

Deildarstjórar í nýjan leikskóla
Leikskólinn Sumarhús

Íþróttakennari óskast
Helgafellsskóli

Sálfræðingur
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Stjórnunarstöður í Auðarskóla skólaárið 2025-2026
Auðarskóli

Umsjónarkennari í 1. - 3. bekk í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Forfallakennari í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Sérkennari/Þroskaþjálfi í sérdeild einhverfa í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Deildarstjóri og sérkennslustjóri í leikskóla
Barnaheimilið Ós