

Framkvæmdastjóri Lyfjavals
Við leitum að metnaðarfullum framkvæmdastjóra til að leiða rekstur- og móta framtíð Lyfjavals.
Um er að ræða fjölbreytt og ábyrgðarmikið starf þar sem viðkomandi leiðir sterkan hóp starfsfólks, hefur umsjón með daglegum rekstri, fjármálum og framúrskarandi þjónustugæðum fyrirtækisins.
Lyfjaval er hluti af nýstofnuðu félagi Dranga, sem er móðurfélag Orkunnar og Löðurs, Samkaupa ásamt Lyfjavali. Umrædd félög eru með djúpar rætur í þjónustu til viðskiptavina í dagvöru, heilsu, orku og þvotti fyrir bílinn um allt land. Lyfjaval rekur 7 apótek og þar af 5 bílalúguapótek þar sem áherslan er að veita framúrskarandi þjónustu.
Umsóknafrestur er til og með 12. janúar 2026.
Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Hörður Ingi, mannauðsstjóri. [email protected]
- Móta og innleiða sameiginlega stefnu fyrir apótekin
- Dagleg stjórnun og rekstur
- Fjárhagsleg ábyrgð, áætlanagerð og eftirlit með rekstrarniðurstöðu
- Skipulagning vöruúrvals og birgðastýring
- Þróun þjónustu, sölu og innri ferla
- Samskipti við birgja, samstarfsaðila og yfirvöld
- Reynsla af stjórnun í rekstri, helst úr heilbrigðis- eða verslunarumhverfi
- Góð leiðtogahæfni og færni í mannlegum samskiptum
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi (t.d. í rekstri, viðskiptafræði, heilbrigðisgeiranum eða sambærilegu)
- Framsýni, sjálfstæði og hæfni til að ná árangri í krefjandi verkefnum
Íslenska






