Basecamp Iceland
Basecamp Iceland
Basecamp Iceland

Framkvæmdastjóri

Basecamp Iceland leitar að skipulögðum og lausnamiðuðum framkvæmdastjóra með góða þekkingu á ferðaþjónustu á Íslandi. Hlutverkið er í fyrirtæki þar sem framkvæmdastjóri er eini fastráðni starfsmaðurinn og þarf að hafa getu til að aðlaga sig að árstíðarbundnum álagspunktum. Um sveigjanlegt 50% starfshlutfall er að ræða, með möguleika á auknu starfshlutfalli með tímanum. Viðkomandi starfar án staðsetningar eða að heiman.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Daglegur rekstur fyrirtækisins, reikningagerð, greiðsla reikninga og samskipti við endurskoðanda
  • Bókanir ferða og afþreyingar, skipulagning ferða og samskipti við viðskiptavini
  • Umsókn með ráðningum leiðsögumanna í ferðir og greiðsla launa
  • Gerð rekstrar- og markaðsáætlana í samstarfi við stjórn félagsins
  • Gæðastjórnun og úttektir ferða
  • Umsjón með greiðslum vegna ferða og bókunarkerfinu Bókun
  • Sækja ferðasýningar og ráðstefnur og kortleggja afþreyingu sem nýtist í ferðum á vegum fyrirtækisins
  • Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast rekstri
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking á ferðaþjónustu á Íslandi er skilyrði
  • Rekstrarskilningur og geta til að forgangsraða verkefnum í sveigjanlegu umhverfi
  • Háskólanám sem nýtist í starfi er kostur
  • Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð tölvufærni, reynsla af bókhaldskerfum og bókunarkerfum er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti; önnur tungumál eru kostur
Auglýsing birt17. desember 2025
Umsóknarfrestur4. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar