Jökulá
Jökulá
Jökulá

Verkefna- og rekstrarstjóri

Jökulá leitar að öflugum og skipulögðum verkefna- og rekstrarstjóra með sterka framkvæmdagetu, einstaklingi sem tryggir að verkefni haldi áfram, þróist á réttum hraða og klárist á réttum tíma. Viðkomandi vinnur náið með framkvæmdastjóra og hönnunar- og þróunarteymum við að halda utan um rekstur, framvindu og afhendingar.

Helstu verkefni

  • Umsjón með verkefnaflæði og tímalínum í hönnunar- og þróunarverkefnum
  • Tryggja skilvirka framkvæmd, þ.e. fjarlægja hindranir, halda verkefnum gangandi og tryggja afhendingar innan tímaramma
  • Fylgjast með tímaskráningu, afköstum og árangri teymis
  • Skýr og regluleg samskipti við viðskiptavini um stöðu verkefna
  • Fylgjast með rekstraráætlun og uppfærsla í samræmi við framvindu verkefna
  • Setja upp og fínstilla verkferla til að tryggja skilvirk og stöðluð vinnubrögð
  • Gerð kostnaðaráætlana fyrir hönnunar- og þróunarverkefni
  • Lausnamiðuð nálgun með hæfni til að framkvæma, forgangsraða og koma verkefnum yfir endalínuna
  • Greina tækifæri til umbóta í rekstri og ferlum
  • Almennt utanumhald um daglegan rekstur skrifstofu

Hæfniskröfur

  • Reynsla af verkefnastjórnun í stafrænum lausnum (hönnun, vefþróun, hugbúnaður)
  • Sterk geta til að taka ákvarðanir, forgangsraða og drífa verkefni áfram
  • Góð þekking á hönnunar- og þróunarferlum
  • Geta til að meta umfang og gera verð- og tímaáætlanir
  • Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfni
  • Reynsla við að vinna náið með stjórnendum og fjölbreyttum teymum
  • Geta til að starfa í hröðu umhverfi og halda mörgum verkefnum gangandi samtímis
  • Reynsla eða skilningur á rekstri er kostur

Við bjóðum

  • Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á vöxt, stefnu og ferla fyrirtækisins
  • Skapandi og metnaðarfullt vinnuumhverfi með sveigjanleika og traustum teymum
  • Mikið sjálfstæði og ábyrgð, hlutverk sem er lykill í daglegum rekstri
  • Fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfi

Fríðindi í starfi

Hádegismatur, reglulegar skemmtanir og fyrirlestrar

Auglýsing birt11. desember 2025
Umsóknarfrestur19. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ármúli 40, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar