

Forstöðumaður Reikningshalds á fjármálasvið Festi
Festi hf. auglýsir eftir forstöðumanni Reikningshalds til starfa. Leitað er að framúrskarandi einstaklingi með metnað, drifkraft og sjálfstæði í vinnubrögðum sem hefur víðtæka reynslu af reikningshaldi, uppgjörsvinnu, áætlunargerð, skattskilum og stjórnun. Starf forstöðumanns Reikningshalds heyrir undir fjármálasvið Festi.
Festi er eignarhaldsfélag leiðandi fyrirtækja sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Starfsemi móðurfélagsins snýr að fjárfestingum og stoðþjónustu við dótturfélögin, ELKO, Krónuna, N1, Lyfju, Yrki fasteignir og Bakkann vöruhótel. Hlutabréf Festi hf. eru skráð í Kauphöll Íslands og velta félagsins árið 2024 var 157 milljarðar. Starfsfólk Festi og rekstrarfélaga eru samtals um 2.800 á starfsstöðvum um allt land.
Festi leggur áherslu á að skapa spennandi og líflegt starfsumhverfi þar sem hæfileikar einstaklingsins fá að njóta sín.
Helstu verkefni:
- Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun deildarinnar
- Utanumhald og yfirsýn verkefna innan reikningshalds
- Ábyrgð á þjónustu til viðskiptavina deildarinnar, gæðum og tímanleika verkefna sem starfsmenn hafa með höndum.
- Sér til þess að þjónusta til viðskiptavina deildarinnar sé í takti við þjónustustefnu fjármálasviðs
- Umsjón með breytingum á þjónustu og þjónustustigi frá einum tíma til annars í samráði við framkvæmdastjóra
- Markmiðasetning og stefnumótun deildarinnar í samráði við framkvæmdastjóra
- Stjórnun og þjálfun starfsfólks
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar og hæfniskröfur:
- Meistarapróf í viðskipta/hagfræði eða sambærileg menntun
- Að lágmarki 5 ára starfsreynsla við stjórnun í reikningshaldi
- Góð þekking og reynsla á Business Central eða sambærilegum fjárhagskerfum
- Reynsla af störfum á endurskoðunarskrifstofum í verkefnum meðalstórra og stórra fyrirtækja
- Reynsla af samstæðureikningsskilum og skattskilum stórra fyrirtækja
- Reynsla af verkefnastjórnun og ferlagreiningum
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
- Frumkvæði, kraftur og góð þjónustulund
- Yfirsýn og geta til að vinna undir álagi
Nánari upplýsingar veitir Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs, [email protected].
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Íslenska






