
Þekkingarnet Þingeyinga
Þekkingarnetið er miðstöð símenntunar, rannsókna, háskólanáms og nýsköpunar á NA-horni landsins innan Þingeyjarsýslna. Þekkingarnetið er svæðisbundin samsett stofnun sem sinnir fjölbreyttu verkefnasviði og rekur m.a. Hraðið miðstöð nýsköpunar og Fablab Húsavík.
Þekkingarnetið er leiðandi aðili í þróun og uppbyggingu þekkingarstarfs á svæðinu, þ.m.t. við myndun og rekstur Stéttarinnar á Húsavík og annarra atvinnuklasa á svæðinu.
Forstöðumaður
Þekkingarnet Þingeyinga leitar að aðila í starf forstöðumanns.
Þekkingarnetið er miðstöð símenntunar, rannsókna, háskólanáms og nýsköpunar á NA-horni landsins innan Þingeyjarsýslna. Þekkingarnetið er svæðisbundin samsett stofnun sem sinnir fjölbreyttu verkefnasviði og rekur m.a. Hraðið miðstöð nýsköpunar og Fablab Húsavík.
Þekkingarnetið er leiðandi aðili í þróun og uppbyggingu þekkingarstarfs á svæðinu, þ.m.t. við myndun og rekstur Stéttarinnar á Húsavík og annarra atvinnuklasa á svæðinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð og umsjón fjármála og reksturs
- Samningagerð og fjármögnun verkefna
- Stefnumörkun og fjölbreytt þróunarvinna tengt starfseminni
- Mannauðsmál
- Markaðssetning, kynningar- og ímyndarmál
- Vinna að eflingu svæðisbundins þekkingarstarfs
- Ýmis önnur verkefni í samráði við stjórn
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking á stjórnun, rekstri og mannauðsmálum
- Haldgóð þekking á fagsviðum Þekkingarnetsins
- Frumkvæði og geta til að vinna að þróun og nýjum hugmyndum
- Leiðtogahæfni og jákvætt hugarfar
- Framúrskarandi færni til samstarfs og samskipta
- Færni í alþjóðlegum samskiptum
- Góð tölvukunnátta og tæknilæsi
- Gott vald á mæltu og rituðu máli á íslensku
Auglýsing birt4. desember 2025
Umsóknarfrestur15. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hafnarstétt 1, 640 Húsavík
Starfstegund
Hæfni
AlþjóðasamstarfFrumkvæðiLeiðtogahæfniMannauðsstjórnunMannleg samskiptiVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar



