Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær

Deildarstjóri hag- og áætlunardeildar

Hefur þú brennandi áhuga á opinberum fjármálum og stafrænum lausnum?

Mosfellsbær leitar að öflugum aðila til að leiða hag- og áætlunardeild í framsæknu sveitarfélagi sem hefur það markmið að vera í fremstu röð í þjónustu og rekstri. Deildarstjóri heyrir beint undir sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs og er staðgengill hans.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýrir starfsemi deildarinnar og er staðgengill sviðstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs
  • Stýrir gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins í samræmi við stefnu og fjárhagsleg markmið
  • Ber ábyrgð á rekstrareftirliti, áhættugreiningum og gerð tillagna um úrbætur
  • Veitir forstöðumönnum stuðning, aðstoð og ráðgjöf við fjárhagstengd verkefni
  • Þróar og stýrir fjárhagslegum mælaborðum og hefur eftirfylgni með mælikvörðum
  • Leiðir þróun og nýsköpun innan sviðsins og hefur frumkvæði að umbótaverkefnum
  • Ber ábyrgð á kynningum og gerð kynningarefnis um fjárhagsleg málefni sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
  • Góð þekking á rekstri, reikningshaldi og kostnaðareftirliti
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu og fjármálum sveitarfélaga er kostur
  • Mikið frumkvæði, skipulagshæfni og færni til að geta stýrt verkefnum
  • Framúrskarandi færni á Excel og góð almenn tölvukunnátta
  • Góð þekking og reynsla af Dynamics BC (NAV) er kostur
  • Yfirburða samskiptahæfni og þjónustumiðuð hugsun
  • Metnaður til að ná árangri í starfi og innleiða nýjungar
  • Nákvæmni í vinnubrögðum og talnagleggni
  • Mjög góð hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli á íslensku
Auglýsing birt2. desember 2025
Umsóknarfrestur7. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar