
Síminn
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta og afþreyinga sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við erum fjölskylduvænn vinnustaður og leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar.
Hjá okkur hefur þú aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki auk þess sem boðið er upp á búningsaðstöðu fyrir starfsfólk.
Við viljum hafa gaman í vinnunni og bjóðum reglulega upp á fjölbreytta innanhúss viðburði af ýmsu tagi.
Ef þú ert að leita að spennandi verkefnum, frábæru samstarfsfólki og lifandi vinnuumhverfi þá er Síminn góður kostur fyrir þig.
Síminn hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu árið 2018, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um hjá Simanum.
Gildi Símans eru skapandi, fagleg og árangursdrifin.

Forritari - Sjónvarp Símans
Við leitum að drífandi einstaklingi til að taka þátt í þróun og tæknilegum rekstri á Sjónvarpi Símans.
Viðkomandi verður hluti af þéttu teymi og felur starfið í sér þróun smáforrita og annarra viðmóta fyrir sjónvarp í samstarfi við aðra sérfræðinga sjónvarpskerfa Símans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og rekstur viðmóta fyrir sjónvarp
- Utanumhald og umsýsla með þróunar- og prófunarumhverfi viðmóta
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í tölvunarfræði eða sambærilegu er æskileg
- Að minnsta kosti 2ja ára reynsla í sambærilegu umhverfi er æskileg
- Þekking á React Native, React, Redux og Typescript er æskileg
- Reynsla í Expo og Native kóðun fyrir iOS, tvOS og Android er kostur
- Jákvætt hugarfar og frumkvæði
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Færni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Auglýsing birt14. október 2025
Umsóknarfrestur26. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiReactReact NativeSjálfstæð vinnubrögðTypeScript
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Frontend/Fullstack Developer
Rexby

Sérfræðingur í viðskiptagreind (BI)
Expectus

Lead Mobile App Developer
Rexby

Ert þú forritari í leit að næsta ævintýri?
Startup

Rekstrarstjóri upplýsingatækni
Þjóðskjalasafn Íslands

Infrastructure & Security Engineer
Too Lost

Vefforritari
Arion banki

Origo leitar að Full Stack forritara
Origo ehf.

Stafrænn vörustjóri - upplýsingatækni
Pósturinn

Tæknirekstrarstjóri - upplýsingatækni
Pósturinn

Við leitum að hugbúnaðarsérfræðingum
Orkuveitan

Forstöðumaður upplýsingatæknisviðs
Lífeyrissjóður verzlunarmanna