
Síminn
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta og afþreyinga sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við erum fjölskylduvænn vinnustaður og leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar.
Hjá okkur hefur þú aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki auk þess sem boðið er upp á búningsaðstöðu fyrir starfsfólk.
Við viljum hafa gaman í vinnunni og bjóðum reglulega upp á fjölbreytta innanhúss viðburði af ýmsu tagi.
Ef þú ert að leita að spennandi verkefnum, frábæru samstarfsfólki og lifandi vinnuumhverfi þá er Síminn góður kostur fyrir þig.
Síminn hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu árið 2018, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um hjá Simanum.
Gildi Símans eru skapandi, fagleg og árangursdrifin.

Við leitum að hugbúnaðarprófara
Sem hugbúnaðarprófari hjá okkur verður þú hluti af öflugu þróunarteymi sem vinnur að því að skapa áreiðanlega og notendavæna lausn fyrir sjónvarpsþjónustu Símans. Þú munt gegna lykilhlutverki í að tryggja gæði hugbúnaðarins með því að hanna, framkvæma og viðhalda sjálfvirkum prófunum auk handvirkra prófana þegar við á.
Við leitum að einstaklingi með djúpan tæknibakgrunn sem hefur brennandi áhuga á gæðamálum, hefur auga fyrir smáatriðum og er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni í nánu samstarfi við þróunarteymið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun, þróun og viðhald sjálfvirkra prófana
- Framkvæmd handvirkra prófana þegar þörf er á
- Greining og skráning villna og gæðavandamála
- Samstarf við forritara og aðra hagsmunaaðila til að tryggja aðgengilegar og áreiðanlegar lausnir
- Þátttaka í stöðugri umbótavinnu á prófunarferlum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af hugbúnaðarprófunum, sérstaklega sjálfvirkum prófunum er nauðsynleg
- Þekking á prófunarramma (t.d. Selenium, Cypress, Playwright, Postman eða sambærilegum)
- Góð forritunarkunnátta, t.d. í Python, Java eða JavaScript
- Reynslu af CI/CD umhverfum er kostur
- Þekking og reynsla af vinnu í Agile umhverfi
- Reynsla úr sjónvarps- eða fjarskiptageiranum er kostur
- Gott skipulag, nákvæmni og færni í að leysa vandamál
- Góð samskiptafærni á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Auglýsing birt14. október 2025
Umsóknarfrestur26. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHugbúnaðarprófanirJiraMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (2)