Deloitte
Deloitte
Deloitte

Deloitte leitar að reyndum bókara

Deloitte leitar að öflugum og drífandi einstakling í spennandi og krefjandi starfs bókara. Við bjóðum viðskiptavinum hérlendis og erlendis m.a. upp á sjálfvirknivæðingu á fjármálaferlum, bókhalds-, launa- og reikningshaldsþjónustu, rekstrargreiningu og aðra ráðgjöf á sviði fjármálaferla.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hefðbundinn vinnudagur: 

  • Umsjón með fjárhagsbókhaldi, launavinnslu og skýrslugerð til stjórnenda
  • Vinna að tilfallandi verkefnum fyrir viðskiptavini
  • Almenn skrifstofustörf
  • Stuðningur við markaðssókn og fylgjast með spennandi tækifærum
  • Þátttaka í gæðaferlum
Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á öllu sem við kemur bókhaldi, reikningshaldi og vilja til að þróast í starfi. 

Þinn bakgrunnur, reynsla og hæfni:

  • Reynsla af bókhaldi skilyrði
  • Reynsla af uppgjörum og/eða launavinnslu, kostur en ekki skilyrði
  • Viðurkenndur bókari, kostur en ekki skilyrði
  • Góð færni í Excel
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og rík þjónustulund
     

Starfsþróun  

  • Við starfsupphaf færðu leiðbeinanda sem kemur þér inn í starfi (Buddy-kerfi)
  • Þú færð þjálfun og stuðning frá reyndum sérfræðingum í teyminu þínu
  • Þú verður með coach sem aðstoðar þig við að þróa þig áfram í starfi
  • Þú lærir mikið á þeim fjölbreyttu verkefnum sem þú tekur að þér hjá viðskiptavinum í ólíkum geirum
  • Þú fylgist vel með þínu fagsviði og við viljum að sama skapi styðja við þinn vöxt með símenntunartækifærum
Fríðindi í starfi

Að auki bjóðum við upp á

  • Veglegan líkamsræktarstyrk, virkt starfsmannafélag og gott félagslíf
  • Sjálfboðastarfs til áhrifa – launaður dagur til að sinna sjálfbærniverkefnum
  • Fyrirmyndar aðbúnað starfsfólks í nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins á Dalvegi
  • Frábært mötuneyti með niðurgreiddum morgunmat og hádegismat
  • Fjölbreytt áhugamál samstarfsfélaga þvert á félagið t.d. hlaupahópar, golfklúbbur, fótbolti í hádeginu og leikjaherbergi svo eitthvað sé nefnt
Auglýsing birt25. ágúst 2025
Umsóknarfrestur8. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar