
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli er hverfisskóli miðbæjar Kópavogs og stendur við Digranesveg 15. Í skólanum eru um 400 flottir nemendur og þeim hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Skólinn er fjölþjóðlegur en rúmlega 20% nemenda eru af erlendum uppruna.
Allt starf Kópavogsskóla mótast af uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Að auki vinna yngstu bekkir skólans með vináttuverkefni Barnaheilla og bangsann Blæ.Í skólareglunum er lögð áhersla á þann skólabrag sem leitast er við að skapa
Í Kópavogsskóla er lögð áhersla á að allir:
• komi fram af tillitssemi og kurteisi
• virði vinnu annarra
• sinni hlutverki sínu af kostgæfni
• leggi áherslu á heilbrigða lífsýn

Deildarstjóri í upplýsingatækni
Kópavogsskóli leitar eftir deildarstjóra í upplýsingatækni. Um er að ræða tímabundna stöðu fyrir skólaárið 2026 - 2027, mjöguleiki er á að hefja starf fyrr.
Deildarstjóri í upplýsingatækni er faglegur leiðtogi í upplýsingatækni í kennslu og skólastarfi og veitir kennslufræðilega- og tæknilega ráðgjöf og stuðning.
Deildarstjóri vinnur undir stjórn skólastjóra og í nánu samstarfi við starfsmenn skóla og menntasviðs Kópavogsbæjar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Faglegur leiðtogi innan skóla í að stuðla að framþróun og nýbreytni kennsluaðferða, kennsluhátta og nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi.
- Veitir kennurum kennslufræðilega aðstoð er varðar skipulag og undirbúning kennslu sem lýtur að upplýsingatækni.
- Ábyrgð á uppsetningu, viðhaldi og eftirliti með tölvum, jaðar- og hugbúnaði nemenda og kennara í grunnskólum.
- Veitir starfsfólki tæknilega ráðgjöf og stuðning.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennsluréttindi og kennslureynsla í grunnskólastigi.
- Reynsla og þekking á sviði upplýsingatækni í skólastarfi æskileg.
- Framhaldsnám á sviði upplýsingatækni í skólastarfi eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi æskilegt.
- Grunnþekking í tækni, á sviði vélbúnaðar og hugbúnaðar, æskileg.
- Skipulags- og samstarfshæfileikar.
- Faglegur metnaður og brennandi áhugi á þróun upplýsingatækni í skólastarfi.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, lausnamiðað og jákvætt hugarfar.
- Góð færni í íslensku í töluðu og rituðu máli.
Auglýsing birt23. janúar 2026
Umsóknarfrestur6. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Umsjónarkennari í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri óskast
Leikskólinn Sjáland

Umsjónarkennari á yngsta stigi– Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær

Leiðbeinandi óskast í afleysingar á deildum í Nóaborg
Leikskólinn Nóaborg

Atferlisþjálfi óskast í leikskólann Björtuhlíð í fullt starf
Leikskólinn Bjartahlíð

Leikskólakennari óskast
Helgafellsskóli

Leikskólakennari - framtíðarstarf
Leikskólinn Tjarnarskógur

Stapaskóli – Aðstoðarskólastjóri
Reykjanesbær

Heimilisfræðikennari óskast út skólaárið
Barnaskóli Kársness

Leikskólakennari við Leikskólann Kærabæ, Fáskrúðsfirði
Fjarðabyggð

Krakkakot leitar að viðbót við flottan starfsmannahóp í 100% starf
Garðabær

Ertu Jira/Atlassian gúrú?
Sensa ehf.