
Sensa ehf.
Sensa er alþjóðlegt þjónustufyrirtæki með starfsstöðvar í tólf löndum sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig.
Við bjóðum upp á sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem reynt er að koma til móts við þarfir hvers og eins eftir bestu getu.
Markmið Sensa er að vera ávallt í fararbroddi þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Áhersla er lögð á að starfsfólk styrki sig í þekkingu og menntun með ýmsu móti og geti vaxið á eigin forsendum.
Eigandi Sensa er norska fyrirtækið Crayon sem starfar í 46 löndum. Crayon býður ýmsar lausnir í upplýsingatækni og er Sensa virkur þátttakandi í þróun þeirra lausna og í þjónustu við fyrirtæki á alþjóðavettvangi.

Ertu Jira/Atlassian gúrú?
Hefur þú starfað við rekstur og/eða þjónustu Jira og Confluence og vilt takast á við nýjar áskoranir?
Við leitum að einstaklingi með mikla þekkingu á Atlassian svítunni. Sérþekking á Jira og Confluence er skilyrði og reynsla af Atlassian-svítunni í heild er stór plús.
Verkefnin eru fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg og þú munt ganga til liðs við öflugan hóp Atlassian-sérfræðinga hjá Sensa. Meðal verkefna eru hönnun, uppsetning og innleiðing nýrra kerfa, sem og daglegur rekstur, ráðgjöf og áframhaldandi þróun lausna fyrir viðskiptavini.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og þekking á Atlassian hugbúnaði skilyrði (Jira / Confluence)
- Góð íslensku og ensku kunnátta er skilyrði
- Prófgráða frá Atlassian er kostur
- BI þekking er kostur
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem kjósa annan ferðamáta en einkabílinn
- Heilsueflingarstyrkur
- Hjólageymsla, líkamsræktar- og sturtuaðstaða
- Fyrsta flokks mötuneyti
- Sveigjanlegur vinnutími og möguleikar á fjarvinnu
Auglýsing birt19. janúar 2026
Umsóknarfrestur1. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Frontend Software Engineer
Tern Systems

Forritari á sviði stafrænnar þróunar
Tryggingastofnun

Sérfræðingur í hagtölum um innflytjendur
Hagstofa Íslands

Enterprise Data Architect | Embla Medical
Embla Medical | Össur

Full Stack / AI Forritari
Lagaviti ehf.

Blöndunarstjóri - Akureyri
Möl og Sandur

OK leitar að reynslumiklum tæknimanni
OK

QA Specialist
Arion banki

Sérfræðingur í net- og upplýsingaöryggi
Reiknistofa bankanna

Sumarstörf 2026 - háskólanemar
Landsnet hf.

Tæknifulltrúi á skrifstofu - IT
Íslandshótel

Stafrænn leiðtogi hjá Vegagerðinni
Vegagerðin