Lagaviti ehf.
Lagaviti ehf.
Lagaviti ehf.

Full Stack / AI Forritari

Lagaviti er mjög öflug gervigreindarlausn, sem beitir allra nýjustu gervigreindartækni á hverjum tíma - ekki bara "cutting edge" tækni, heldur hreinlega "bleeding edge" tækni - þar sem þróun lausnarinnar felur í mörgum tilvikum í sér gríðarlega spennandi áskoranir sem hafa hvergi verið reyndar eða leystar áður, auk þess sem lausnin hefur mjög jákvæð samfélagsleg áhrif í för með sér.

Við leitumst nú við að bæta í öflugt teymi okkar mjög metnaðarfullum forritara, sem hefur haldbæra reynslu og mikinn áhuga á að taka þátt í hröðu vaxtarferli Lagavita - og ekki síður mikinn metnað til að vaxa á sviði gervigreindar- og kerfisþróunar.

Þú þarft að hafa sterkan tæknilegan grunn, brennandi áhuga á gervigreind og skýran vilja til að læra, prófa og vaxa - og við bjóðum nákvæmlega upp á rétta umhverfið til þess!

Helstu verkefni og ábyrgð

Þú munt vinna að þróun kjarnakerfa Lagavita, þar sem veflausnir, gagnavinnsla og gervigreind mætast. Starfið er blanda af Full Stack þróun, AI-samþættingum og kerfishönnun.

Helstu verkefni:

  • Þróun og viðhald á veflausnum og innri kerfum Lagavita
  • Hönnun og útfærsla á þjónustum og API-um (backend)
  • Samþætting og notkun gervigreindarmódela (t.d. frá OpenAI, Google og Anthropic, eða fínstilling eigin módela)
  • Vinna með gagnadrifnar lausnir, leit, sjálfvirkni og AI-workflows
  • Samstarf við hönnuði, lögfræðinga og aðra forritara um útfærslu lausna
  • Þátttaka í tæknilegri stefnumótun, arkitektúr og vali á tækni
    Menntunar- og hæfniskröfur
    • Haldbær reynsla af Full Stack eða bakendaþróun
    • Góð færni í JavaScript/TypeScript og/eða Python
    • Skilningur á gagnagrunnum (SQL og helst einnig reynsla af NoSQL eða Vector-leit)
    • Áhugi á eða reynsla af gervigreind; LLM API, Prompt Engineering, RAG eða sambærilegu
    • Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
    Kostur ef umsækjandi hefur
    • Reynslu af DevOps, Docker eða CI/CD
    • Unnið með skalanleg kerfi eða hugsað um arkitektúr
    • Unnið með íslenskan texta, flókin skjöl eða þekkingarkerfi
    • Sterka tilfinningu fyrir gæðum, öryggi og áreiðanleika
      Við bjóðum
      • Einstakt tækifæri til að gegna leiðtogahlutverki við þróun á öflugri og leiðandi gervigreindarlausn sem hefur mjög jákvæð samfélagsleg áhrif í för með sér

      • Tækifæri til að vinna með nýjustu ("cutting edge" og "bleeding edge") gervigreindartækni og flókin gagnavandamál

      • Samstarf við mjög öflugt og metnaðarfullt teymi
      • Samkeppnishæf kjör og góða vinnuaðstöðu
      • Sveigjanlegt og faglegt starfsumhverfi

      Frekari upplýsingar

      Frekari upplýsingar um starfið veitir Svavar G. Svavarsson, forstöðumaður upplýsingatækni og öryggis ([email protected]). 

      Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsókn hið fyrsta, þar sem ráðið verður í starfið óháð umsóknarfresti.

      Auglýsing birt16. janúar 2026
      Umsóknarfrestur25. janúar 2026
      Tungumálahæfni
      ÍslenskaÍslenska
      Nauðsyn
      Mjög góð
      EnskaEnska
      Nauðsyn
      Mjög góð
      Staðsetning
      Nýlendugata 14, 101 Reykjavík
      Starfstegund
      Hæfni
      PathCreated with Sketch.AWSPathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.BakendaforritunPathCreated with Sketch.GervigreindPathCreated with Sketch.Google CloudPathCreated with Sketch.NodeJSPathCreated with Sketch.PythonPathCreated with Sketch.TypeScript
      Starfsgreinar
      Starfsmerkingar